Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1942, Page 36

Andvari - 01.01.1942, Page 36
32 Júlíus Sigurjónsson ANDVARI í rannsóknunum að öllu leyti, en til fulls var unnið úr skýrsl- um 56 heimila. Það má að vísu segja, að þessar manneldisrannsóknir hafi ekki farið fram á heppilegum tíma, þar eð stríðið skall á ein- mitt um það bil, er þær voru að hefjast. En þó mun það varla hafa valdið neinum verulegum breytingum á matarræðinu á meðan rannsóknirnar stóðu yfir, þrátt fyrir skömmtun á inn- fluttum matvælum, sem var hafin í stríðsbyrjun. Hins vegar hefur stríðið valdið truflunum á búreikningunum. Lokið er nú fyrir nokkru að vinna úr öllum skýrslunum um mataræðið og heilsufar fólksins, og verður væntanlega birt ýtarleg skýrsla um niðurstöðurnar á næstunni. En til fróðleiks verður hér drepið lauslega á nokkur atriði úr heildarniðurstöð- um inataræðisskýrslnanna. Skal þó varað við þvi að taka töl- urnar, sem sýna meðaltalsgildi, allt of bókstaflega, eða að leggja mikið upp úr smávægilegum mismun á sambærilegum tölum, af þeim ástæðum, sem áður er lýst. Tafla I sýnir, hvað fæðumagnið, reiknað í hita- eða orku- einingum, var mikið að meðaltali í hverju byggðarlagi, þar sem rannsóknirnar fóru fram, og enn fremur magn næringar- efnaflokltanna þriggja. (Hvert gramm af eggjahvítu gefur 4,1 hitaeiningar, af fitu 9,3 hitaein. og kolvetni 4,1 hitaeiningar.) Allt þetta er miðað við dagsfæði á hverja neyzlueiningu, þ. e. svarandi til karlmannsfæðis, og er meðaltal fyrir allt árið. Átstíðasveiflur voru ekki miklar við þessa flokkun. Samanburður á kaupstöðum og sveitum i heild sýnir tals- vert meiri neyzlu á einingu hverja í sveitum, og kemur það að vísu ekki á óvart, því að þar mun að jafnaði hafa kveðið meira að líkamlegri vinnu en á kaupstaðaheimilunum, ekki sízt ef miðað er við allt heimilisfólkið. Elcki er að þessu leyti verulegur munur á hinum einstöku sveitum, a. m. k. varla svo, að neitt sé upp úr því leggjandi. Kaupstaðirnir eru aftur á móti nokkuð misjafnir, enda heim- ilin þar ósamstæðari að mörgu leyti. Einkum er áberandi, að Reykjavík er lægst með um 2 800 hitaeiningar að meðaltali. Þetta liggur sennilega að nokkru í því, að þar voru margar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.