Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 36
32
Júlíus Sigurjónsson
ANDVARI
í rannsóknunum að öllu leyti, en til fulls var unnið úr skýrsl-
um 56 heimila.
Það má að vísu segja, að þessar manneldisrannsóknir hafi
ekki farið fram á heppilegum tíma, þar eð stríðið skall á ein-
mitt um það bil, er þær voru að hefjast. En þó mun það varla
hafa valdið neinum verulegum breytingum á matarræðinu á
meðan rannsóknirnar stóðu yfir, þrátt fyrir skömmtun á inn-
fluttum matvælum, sem var hafin í stríðsbyrjun. Hins vegar
hefur stríðið valdið truflunum á búreikningunum.
Lokið er nú fyrir nokkru að vinna úr öllum skýrslunum um
mataræðið og heilsufar fólksins, og verður væntanlega birt
ýtarleg skýrsla um niðurstöðurnar á næstunni. En til fróðleiks
verður hér drepið lauslega á nokkur atriði úr heildarniðurstöð-
um inataræðisskýrslnanna. Skal þó varað við þvi að taka töl-
urnar, sem sýna meðaltalsgildi, allt of bókstaflega, eða að
leggja mikið upp úr smávægilegum mismun á sambærilegum
tölum, af þeim ástæðum, sem áður er lýst.
Tafla I sýnir, hvað fæðumagnið, reiknað í hita- eða orku-
einingum, var mikið að meðaltali í hverju byggðarlagi, þar
sem rannsóknirnar fóru fram, og enn fremur magn næringar-
efnaflokltanna þriggja. (Hvert gramm af eggjahvítu gefur 4,1
hitaeiningar, af fitu 9,3 hitaein. og kolvetni 4,1 hitaeiningar.)
Allt þetta er miðað við dagsfæði á hverja neyzlueiningu, þ. e.
svarandi til karlmannsfæðis, og er meðaltal fyrir allt árið.
Átstíðasveiflur voru ekki miklar við þessa flokkun.
Samanburður á kaupstöðum og sveitum i heild sýnir tals-
vert meiri neyzlu á einingu hverja í sveitum, og kemur það að
vísu ekki á óvart, því að þar mun að jafnaði hafa kveðið
meira að líkamlegri vinnu en á kaupstaðaheimilunum, ekki
sízt ef miðað er við allt heimilisfólkið.
Elcki er að þessu leyti verulegur munur á hinum einstöku
sveitum, a. m. k. varla svo, að neitt sé upp úr því leggjandi.
Kaupstaðirnir eru aftur á móti nokkuð misjafnir, enda heim-
ilin þar ósamstæðari að mörgu leyti. Einkum er áberandi, að
Reykjavík er lægst með um 2 800 hitaeiningar að meðaltali.
Þetta liggur sennilega að nokkru í því, að þar voru margar