Andvari - 01.01.1942, Page 40
36
Um manneldisraimsóknir
ANDVARI
Síðasti dálkur töflunnar sýnir, hve mikill hluti fæÖunnar
er úr dýraríkinu, reiknað í hundraðshlutum af fæðugildinu, og
er þar talsverður inunur á. I kaupstöðunum er að meðaltali
45,6% fæðunnar úr dýraríkinu, en í sveitunum 57,9%. Hér
munar mestu á mjólkurmatnum og kornmatnum.
Athyglisvert er það, hvað sveitirnar búa að miklu leyti
við eigin framleiðslu. Öll dýrafæðan er innlend og auk þess
nokkuð af jurtafæðunni (kartöflur o. fl.). Útlend er aðeins
kornvaran, sykurinn og smjörlíki, alls um 37% af öllu fæðu-
magninu, en innlenda fæðan er næStum því öll framleiðsla
heimilanna.
Þær upplýsingar, sem felast í þessum töflum, eru auðvitað
ekki nema lítill hluti þess, sem við þurfum að vita um fæðið,
til þess að geta nokkurn veginn dæmt um kosti þess og galla,
en nokkrar bendingar gefa þær þq um heildarsamsetningu
fæðisins á þeim heimilum, sem rannsóknirnar náðu til. Hér
er ekki kostur rúmsins vegna að gera nánári grein t. d. fyrir
hreytingum fæðisins eftir árstíðum, hvernig séð er fyrir vita-
mínum og steinefnum ýmsum eða heilsufari fólksins; enda
er, sem áður var getið, bráðlega að vænta fullnaðarskýrslu
um allar rannsóknirnar.
Athygli skal þó vakin á því, að það er einn höfuðkosturinn
við mataræði okkar, hvað mjólkurneyzlan er rífleg, jafnvel
í kaupstöðunum, miðað við það, sem víðast annars staðar ger-
ist, og er vonandi, að svo haldist enn. Auk margra annarra
kosta tryggir mjólkin okkur fyrir kalkskorti, og meiri hætta
mundi verða á C-vitamínskorti, ef hennar nyti ekki við. Kart-
öfluneyzlan þyrfti helzt að verða meiri. Og grænmetisneyzlan
er ekki nærri því nógu almenn, reyndar varla að húast við
því, að svo verði, fyrr en hvert heimili er farið að rækta nóg
til eigin þarfa, því að markaðsverð á öllu grænmeti er allt of
hátt, miðað við næringargildi þess. En svo þarf að finna
hentuga aðferð til þess að gey’ma það.