Andvari - 01.01.1942, Side 46
42
Jónas Jónsson
ANDVARI
dögum hafa þótt stappa nokkuð nærri landráðum. Auk þess
var þjóðin á þeim tíma svo bæld og beygð fjárhagslega undan
aldagamalli kúgun og vanstjórn Dana, að tæplega gat komið
til mála, að ísland gæti, eins og þá stóð á, staðizt sem sjálf-
stætt ríki. Jón Sigurðsson byggði baráttu sína á viðurkenn-
ingu konurigdómsins. Hann játaði, að íslendingar hefðu með
ganila sáttmála tekið sér konung til yfirstjórnar. En hann neit-
aði harðlega, að íslenzka þjóðin hefði nokkurn tíma játað, að
hún væri undirþjóð Norðmanna eða Dana. Jón Sigurðsson
taldi, að konungur ætti að skila íslenzku þjóðinni aftur öllu
því valdi, sem ekki tilheyrði konungi í frjálsu þingstjórnar-
landi. Með þessari aðferð tókst Jóni Sigurðssyni að hyggja
þjóðinni öruggan réttargrundvöll í sjálfstæðisbaráttunni. Víg-
lína Jóns Sigurðssonar var andspænis dönsku þjóðinni, en
ekki gagnvart konunginum, ef hann sleppti við þjóðina öllu
því valdi, sem löggjafarsamkoma með þingstjórnarsniði átti
rétt á að taka í sínar hendur.
Benedikt Sveinsson og samherjar hans héldu áfram barátt-
unni á grundvelli Jóns Sigurðssonar, enda áttu þeir í höggi
við ofbeldisstjórn Estrups í Danmörku, sem var alls ófús
að hlynna á nokkurn hátt að íslenzku þjóðfrelsi. En um
aldamótin 1900 hreyfir íslenzkt skáld, Þorsteinn Gíslason,
skilnaðarhugsjóninni í blaði, sem hann gaf þá út í Reykjavík.
Um sama leyti mótaði annað skáld, Einar Benediktsson, fána-
hugsjónina. En íslendingar voru, þrátt fyrir undan gengna
frelsisbaráttu, svo vanir danskri konungsstjórn og dönskum
fána, að tillögum þessara tveggja skálda var í fyrstu veitt litil
eftirtekt. Skilnaður Noregs og Danmerkur 1905 hafði aftur á
móti djúp áhrif á hugi íslendinga. Stjórn íslands hafði flutzt
til Reykjavíkur árið áður. Bæði af þeim orsökum og mörgum
öðrum hafði þjóðinni vaxið þor og kjarkur. Stúdentar í
Reykjavík og ungmennafélögin slógu hring um Hvítbláin
sem þjóðarfána, og Einar Benediktsson orti um þennan fána
kvæði, sem er í einu fánaljóð og dýrðlegur þjóðsöngur. Með
kröfunni um frumlegan og þjóðlegan fána var höggvið á þýð-
ingarmikinn þátt í dönskum yfirráðum á íslandi. Um sama