Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 47
axdvahi
Sjálfstæðismál íslendinga 1830—1942
43
leyti og fánabaráttan var hafin ritaði Guðmundur Hannesson,
Iseknir á Akureyri, merkilega bók um skilnaðarmálið. Kveður
hann þar upp úr um það, að ísland eigi að skilja við
Hanmörku og að þjóðin geti algerlega staðið á eigin fótum.
hókinni var veitt allmikil eftirtekt, og hún átti, með fánahreyf-
lngunni, verulegan þátt í hinum þýðingarmikla sigri sjálf-
stæðisstefnunnar 1908.
VII.
Hannes Hafstein var fyrsti íslenzki ráðherrann. Hann var í
e>nu stórbrotinn forustumaður í íslenzkum þjóðmálum, en
Jafnframt varfærinn. Hann hafði forustuna um símasamband
tslendinga við útlönd og studdi að fjölmörgum þjóðlegum fram-
teramálum. En hann var ekki skilnaðarmaður og ekki fylgj-
andi fánahreyfingunni. Hann vildi auka frelsi og sjálfstæði ís-
lands, án þess að rjúfa konungssambandið. Hann var af hálfu
fslands forustumaður'í nefnd þeirri, er fjallaði um sambands-
111 ál íslands og Danmerkur 1907—08. Frumvarp það, sem meiri
hluti nefndarinnar samþykkti, ákvarðaði stöðu íslands þannig,
a® það væri frjálst land í veldi Danakonungs. Skúli Thorodd-
sen var eini nefndarmaðurinn, sem ekki sætti sig við þessa
niðurstöðu.
Kosningar fóru fram um málið haustið 1908. Hannes Haf-
stein gat gert sér skynsamlegar vonir um að sigra. Hann var
°venjulega álitlegur stjórnmálaforingi og hafði stýrt landinu
nieð röggsemi og skörungsskap um fjögurra ára skeið. Flokk-
Ur hans var sterkur, og nokkrir af kunnustu leiðtogum úr
stjórnarandstöðunni fylgdu honum í þessu máli.
Kn dómur þjóðarinnar var á annan veg. Hannes Hafstein
heið mesta ósigur, sem nokkur þingræðisforingi hefur beðið
a íslandi, og bar aldrei sitt bar eftir þetta. Mikill meiri hluti
borgaranna í landinu neitaði að viðurkenna það, að ísland ætti
að vera land í veldi Danakonungs, jafnvel þó að það væri þar
kallað frjálst land. Hér var um að ræða algerða nýjung í íslenzk-
nm stjórnmálum. Krafan um algerðan skilnað og lýðveldis-
niyndun lá í dómi kjósendanna í haustkosningunum 1908.