Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 49
andvari
Sjálfstæðismál íslendinga 1830—1942
45
margra manna á þessu þjóðartákni. Mjög var títt að sjá fán-
ann rifinn og bættan. Stundum hefur hann verið negldur á
syningarstangir og hangið þar óhreyfður dag og nótt vikum
saman. Þannig fer engin þjóð með fána, senr hefur skapazt
með baráttu manna, er hafa lagt mikið í sölur fyrir sæmd og
heiður landsins.
IX.
be gar nokkuð var liðið á veturinn 1917—18, tók stjórn Dana
ympra á því við íslendinga, að nú mundi tími til kominn
að taka aftur upp hinn slitna samningaþráð frá 1908. Buðust
Danir til að senda nefnd valinna manna til íslands í þessu
sliyni. Einn af þeim mönnum var stjórnmálaskörungurinn J. C.
^hristensen, sem ráðið hafði mestu um það 1908, að ísland
atti að viðurkenna, að það væri hluti af veldi Danalíonungs.
^n var hann allmjög breyttur. Ástæðan til þess, að Danir sóttu
ni1 eftir samningum við íslendinga, var sú, að þá var sýnilegt,
að Þýzkaland mundi tapa heimsstyrjöldinni. Dönum lék, sem
v°n var, hugur á að fá við samningaborð stórþjóðanna hin
‘tönsku héruð, sem Þjóðverjar höfðu af þeim tekið 1864. En
t^anir þóttust ]æss fullvissir, að það mundi spilla fyrir endur-
tíeinitingu hinna töpuðu dönsku byggða, ef þeir neituðu ís-
lendingum um fullt sjálfstæði. Danir flýttu sér þess vegna
v°rið 1918 að bjóða Islendingum aukin réttindi, áður en friður
yrði saminn milli stórþjóðanna.
Meginbreytingarnar, sem Danir gengu inn á 1918 gagnvart
s|endingum, voru tvær. Annars vegar viðurkenndu Danir í
sattmálanum, að ísland væri sjálfstætt ríki við hlið Danmerk-
nr> og skyldu nöfn beggja landanna tekin upp í titil konungs.
öðru lagi var gert ráð fyrir, með nokkuð þröngum skilyrð-
nr>i, að ísland gæti sagt upp málefnasambandinu við Dan-
inorku eftir 25 ár. Konungurinn og vald hans lá utan við samn-
'nginn. Lítill vafi er á, að Danir ætluðust til, að konungssam-
):mdið héldist áfram eftir 1943, þó að engin sameiginleg mál-
(fni tengdu löndin saman.
Uönum tókst herbragð sitt samkvæmt áætlun. Þeir endur-