Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 53
andvaiíi
Sjálfstæðismál íslendinga 1830—1942
49
við hlið svertingia frá St. Tliomas, Eskimóa frá Grsenlandi og
Islendinga. En eftir að háskóli var stofnaður í Reykjavík,
hættu stúdentar að hafa nokkra verulega þýðingu í sjálf-
stæðismálinu. Þvert á móti virtust dönsku áhrifin ótrúlega
sterk. Þannig nefndu islenzkir stúdentar heimavistarbygg-
ingu sína „Garð“, svo sem ekki væru til önnur nöfn á slíku
heimili heldur en það, sem gefið var dvalarheimili því í Kaup-
niannahöfn, sem íslendingar höfðu aðgang að. Sterk bönd
virtust draga Reykjavíkurstúdenta að skemmtanalifi Dana,
þegar jieir nefndu tjaldbúð sína í Reykjavik sumarið 1942
»»Tivoli“, og „Rauða myllan“ endurfæddist þar í faðmi ís-
lenzkra bláfjalla. Það var þannig kominn nvr blær á sjálf-
stæðisbaráttuna. Að vísu Jiokaðist hið formlega sjálfstæði
áleiðis, mest vegna margháttaðra framfara á íslandi. En sam-
fara því varð aðstaða Dana óeðlilega sterk á Islandi. Sameigin-
íegur þegnréttur dró íslenzkt fólk til Danmerkur. Námsstyrkur
í Kaupmannahöfn og hinar reglubundnu skipaferðir frá ís-
landi til Danmerkur efldu dönsk áhrif á íslandi. Danmerkur-
skipið, sem íslendingar ætluðu að byggja og láta vera hálf-
tómt allan veturinn í Danmerkurferðum, var talandi vottur
bess, að nokkur hluti íslenzku þjóðarinnar hafði ekki nægi-
legan skilning á lokatakmarki íslendinga í sjálfstæðismálinu.
bað var eins og íslendinga vantaði nægilega einheitni til að
r.iúfa hin ósvnilegn bönd, sem skapazt höfðu við margi’a alda
yfirdrottnun Dana á íslandi.
XII.
Arið 1928 rauf einn af hinum gömlu baráttiunönnum sjálf-
stæðismálsins, Sigurður Eggerz, þögnina með fyrirspurn á Al-
Þingi um það, hvað ríkisstjórnin hygðist að gera um meðferð
ntanrikismálanna að loknum samningstímanum við Dani.
Tryggvi Þórhallsson og Magnús Guðmundsson svöruðu fyrir
framsókriarmenn og sjálfstæðismenn, að þeir vildu, að þjóðin
tæki utanríkismálin í sinar hendur við uppsögn samningsins.
Héðinn Valdimarsson tók hið sama fram fyrir Alþýðuflokk-
inn og bætti þvi við, að jafnframt yrði að éndurreisa þjóð-