Andvari - 01.01.1942, Side 56
52
Jónas Jónsson
andvari
XIV.
Ekki leið nenia einn mánuður frá því, að Danmörk og Nor-
egur voru hertekin, og þar til Bretar settu lið á land í Reykja-
vík, snenuna morguns 10. maí 1940. Herinn hafði með sér
snjallan sendiherra, Mr. Howard Smith. Gekk hann með her-
foringjunum til fundar við rikisstjórnina og tilkynnti henni,
að það væri Bandamönnum hernaðarleg nauðsyn að ráða yfir
íslandi, meðan stríðið stæði, nm allt það, sem að hernaði lyti.
Hins vegar hétu Bretar því í nafni sinnar stjórnar að hverfa
héðan aftur með allan liðsafla sinn að loknum ófriðnum og
blanda sér ekki i stjórn landsins, þó að herinn dveldi hér
meðan stæði á styrjöldinni. Ríkisstjórnin heygði sig fyrir her-
valdinu, en mótmælti hlutleysisbrotinu. Howard Smith var
síðan sendiherra Breta hér á landi, þar til hann andaðist
snögglega við laxveiði í Borgarfirði á rniðju sumri 1942.
Haustið 1940 samþykkti Alþýðuflokkurinn á landsfundi, að
hann vildi stefna að lýðveldismyndun, en sú framkvæmd ekki
tímabundin. Hafði flokkurinn þá nýlega misst tvo af Sínum
skeleggustu mönnum, Jón Baldvinsson og Héðin Valdimars-
son. Urðu þá engar umræður um skilnaðarmálið í blöðum
Alþýðuflokksins. Öðru máli var að gegna um hina tvo flokk-
ana, framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkinn. í hlöðum þeirra
urðu allýtarlegar umræður um, hvað gera skyldi. Hermann
Jónasson og Jóhann Jósefsson töldu óráðlegt að framkvæma
skilnað, eins og þá stóðu sakir, en Pétur Ottesen, sá, sem þetta
ritar, og margir aðrir vildu, að lialdinn yrði þjóðfundur á
Þingvelli þá um vorið eða sumarið og lýðveldi stofnsett. Komu
fram við þessar umræður meðal hinna eldri manna sömu
markalínur og verið höfðu 1908 til 1918. Þeir, sem verið höfðu
harðskeyttir í sjálfstæðismálinu á fyrri árum, voru enn í sömu
aðstöðu, en hinir hægfara, sem þann veg höfðu litið á málin.
meðan þeir voru á æskuskeiði.
Meðan þessu fór fram, gerðust tveir atburðir, sem höfðu
áhrif á meðferð sjálfstæðismálsins. Sendiherra Breta á íslandi.
Mr. Howard Smith, flutti ríkisstjórn íslendinga vinsamlegar
bendingar frá stjórninni í London, þar sem íslendingum var