Andvari - 01.01.1942, Blaðsíða 58
54
Jónas Jónsson
ANDVARI
Þegar komið var nokkuð fram á vor, hafði verið rannsakað,
hve langt þingið gæti gengið, og haldið saman um málið. 17.
dag maímánaðar samþykkti Alþingi í einu hljóði tillögu þess
efnis, að íslendingar teldu sambandssáttmálann úr gildi fall-
inn, vegna vanefnda frá hálfu Dana, og mætti ljúka skilnað-
inum með einhliða ákvörðun íslendinga. I öðru lagi lýsti allt
Alþingi sig fylgjandi lýðveldismyndun í siðasta lagi við lok
heimsstyrjaldarinnar. í þriðja lagi var ákveðið að kjósa ríkis-
stjóra til eins árs í senn, og skyldi hann fara með æðsta vald
í landinu. Mánuði siðar var Sveinn Björnsson, fyrrum sendi-
herra, kosinn ríkisstjóri, 17. júní, með fylgi þingmanna úr
öllum flokkum.
Alþingi fékk nú heimfararleyfi, en áður en sumir þingmenn-
irnir voru komnir heim, hafði ríkisstjórnin kvatt þá aftur til
þingsetu. Þjóðverjar höfðu þá nýverið sagt Rússum stríð á
hendur, og breyttist þá margt í aðstöðu hinna enskumælandi
stórvelda. Sendiherra Breta, Howard Smith, kom þá til ríkis-
stjórnarinnar og tilkynnti henni, að Bretar hefðu nú þörf fyrir
að draga lið sitt héðan, og yrði landið varnarlítið eftir, ef á
reyndi. En úr því mætti bæta, því að Bandaríkin mundu fús
að taka að sér vörn landsins, ef íslendingar beiddust þess. Var
nú úr vöndu að ráða, því að mjög bar brátt að með svörin.
Stjórnin hafði vitaskuld ekkert leyfi til að biðja um hervernd.
En á hinn bóginn var óæskilegt að láta landið vera varnar-
vana, en þó eftirsótt af rnörgum mitt á milli stríðandi stói’-
velda. Varð það úr, að stjórnin gerði sáttmála við Bandaríkin
urn hervernd meðan stríðið stæði. Að loknum ófriðnum hétu
Bandarikin hinu sama og Bretar fyrr, að hverfa héðan með
allan herafla sinn að loknu stríðinu. Bandaríkin hétu að
blanda sér ekki í stjórn landsins, greiða götu íslendinga til að-
drátta á nauðsynlegum vörum og styðja íslendinga við vænt-
anlega friðarsamninga um að fá viðurkennt fullt frelsi og
sjálfstæði. Þegar Alþingi kom saman, hafði raunar verið full-
gengið frá sáttmálanum við Bandaríkin, en þingið féllst á, að
stjórnin hefði gert rétt, eins og málum var komið.