Andvari - 01.01.1942, Síða 60
56
Jónas Jónsson
ANDVARI
farið, að stjórn Bandaríkjanna yrði í öðrum löndum kennt uin
pólitíska framkvæmd, sem hún væri þó ekki við riðin. Fáum
dögum síðar barst ríkisstjórninni skeyti frá Washington sama
efnis. Stjórnin fékk samkvæmt ósk sinni 8 menn, 2 úr hverj-
um þingflokki, sér til ráðuneytis í málinu. Nefnd þessi vann
að ýtarlegu svari með stjórninni, þar sem tekin voru fram rök
Islendinga fyrir því, að þeir teldu sig liafa rétt til að ráða
einir fram úr frelsismáli sínu. Nokkrum dögum síðar svaraði
Bandaríkjastjórn skeyti íslenzku stjórnarinnar, rökræddi
málið lítið, en gaf þó óbeint fyrirheit um, að undir öðrum
kringumstæðum heldur en nú væru mundu Bandaríkin telja
það algert sérmál Islendinga, hversu þjóðin hagaði skipulagi
sinnar æðstu stjórnar.
Ríkisstjórnin og mikill meiri hluti Alþingis taldi ekki henta
að halda málinu til streitu að þessu sinni, eins og aðstöðu þjóð-
arinnar var háttað. Ríkisstjórnin varð að svo komnu að
„leggja málið á hilluna“, eins og einn af þingmönnum komst
að orði. En í þinglok lagði stjórnin þó fram eins konar við-
aukatillögu við hina nýju stjórnarskrá, þess efnis, að Alþingi
gæti síðar, þegar henta þætti, með einfaldri samþykkt komið
nýrri skipun á æðstu stjórn landsins, enda skyldi sú sam-
þykkt, til að öðlast gildi, lögð undir þjóðaratkvæði og ná þar
samþykki meiri hluta kjósenda í landinu. Nokkrar deilur urðu
um þessa afgreiðslu. Verkamannaflokkarnir og Sjálfstæðis-
flokkurinn, að undanteknum einu.m þingmanni, samþykktu
þcssa stjórnarskrárgrein, en allir framsóknarmenn og Pétur
Ottesen sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Pétur Ottesen taldi
Jiessa viðbótargrein litlu skipta. Hitt væri aðalatriðið, að ekki
hefði tekizt að mynda lýðveldið, fyrir óréttmætri, erlendri
ihlutun. Framsóknarmenn litu svipuðum augum á tillöguna.
Þeir féllust á nokkuð aðra leið u.m stofnun lýðveldisins. Bern-
harð Stefánsson hélt því fram, að ekkert lýðveldi væri stofnað
ineð venjulegri stjórnarskrárhreytingu. Hann taldi, að Alþingi
ætti að stofna lýðveldið með einfaldri samþykkt á þingfundi,
í beinu áframhaldi af ályktunum sínum 10. apríl 1940 og 17.
maí 1941. Þegar þingmenn skildu snemma i septemher 1942.