Andvari - 01.01.1942, Síða 62
58
Jónas Jónsson
ANDVARI
óskað þess, að ísland fengi ekki fullt frelsi, hafa getað hrósað
sigri.
Sú hreyfing, sem kom af stað þessum mótmælum, var ekki
nein nýjung á íslandi. Gísli Brynjólfsson, kennari við Kaup-
mannahafnarliáskóla, hafði á sinni tíð vitnað móti þeim, sem
vildu auka íslenzkt sjálfstæði. Um langa stund, svo að segja
áratug eftir áratug, höfðu hinir konungkjörnu embættismenn
litið á Danmörku eins og hún væri annað föðurland þeirra.
Þegar skilnaðarmenn í byrjun aldarinnar hörðust fyrir blá-
hvíta fánanum og fánasöngnum, þá voru til menn, er í æsku
höfðu dvalið langdvölum í Danmörku, sem unnu meira þjóðar-
tákni Danmerkur — og fóru ekki leynt með. Norska þjóðin
hafði fullkomlega yfirunnið þessar veilur í skapgerð sinni
1905. Þá hefði það verið óhugsanlegt, að nokkur hundruð
norskra embættismanna hefðu tekið sér fyrir hendur að veikja
aðstöðu Stórþingsins og ríkisstjórnarinnar, þegar hún var í
þann veginn að slíta sambandi, sem norska þjóðin hafði lengi
talið sér ógeðfellt og skaðsamlegt.
XVIII.
Skömmu eftir að þingi sleit óskaði ríkisstjórnin, í samráði
við utanríkismálanefnd, eftir, að Thor Thors, sendiherra i
Washington, kæmi heim og hefði þá, ef kostur væri, fengið að
vita hjá stjórn Bandaríkjanna, hvaða rök lægju til þess, að
hún hefði lagt svo mikla stund á að hindra lýðveldismyndun
á íslandi 1942. Sendiherrann kynnti sér þetta mál hjá utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, Cordell Hull. Ráðherrann sagði,
að sérfræðingar stjórnarinnar í alþjóðalögum væru ekki vissir
um, að almennt yrði viðurkennt, að dansk-íslenzki sáttmálinn
væri fallinn úr gildi, þrátt fyrir vanefndir, fyrr en lokatíma-
takmarkinu væri náð, í byrjun árs 1944. Ráðherrann taldi, að
meðan Bandaríkjaher dveldi í landinu, gæti það orkað tví-
mælis, hvort stjórn Bandaríkjanna væri ekki með nokkrum
hætti að verki við sambandsslitin og væri þá talin bera ábyrgð
á framkvæmd íslendinga í þessu efni. Bandaríkin legðu þess
vegna áherzlu á, sökum aðstöðu sinnar, að íslendingar frest-