Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1942, Side 70

Andvari - 01.01.1942, Side 70
66 Ólafur Sigurðsson ANDVARI Á hinu býlinu var nýja íbúðarhúsið byggt þvert á stafninn á fjósi, sem áður hafði verið byggt úr steini. Var geymsla á milli, sem notuð var sem eldhús og gangur í fjósið. Út úr þessari vinkilbyggingu kom svo hlaða í eina átt og hesthús í hina. Þessir bæir sneru sniðhallt hvor á annan, og varð ekki kom- izt milli þeirra með vagn. Ég gekk upp á túnið, þar sem sá yfir bæinn, til þess að fá yfirlit yfir þessa óreglulegu húsa- og kofaþyrpingu. þar sem heita mátti, að ekkert húsið sneri eins og mynduðu ótal króka og skot, meira og minna full af rusli og óþverra, eins og svo oft vill verða. Þarna var þó ágætt bæjarstæði til að skipuleggja fallegt og rúmgott tvíbýli, þar sem húsin hefðu staðið fremst á hlaðinu, hæfilega langt hvert frá öðru, og að baki þeirra, með sama millibili, komu svo heimapeningshúsin. Á ég þar við fjós, vinnuhestahús, hænsna og ef til vill svína. Þessi hús þurfa að vera það langt að baki íbúðarhúsanna, að rúmgott hlað geti myndazt. Mér var hugsað til barnanna, sem þarna voru að vaxa upp, hversu mjög þetta kássuskipulag væri illa fallið til að glæða fegurðarþrá og þrifnaðarlöngun hjá þeim, og hvort hér væri eklci eitt af hinum mörgu smáu atriðum, sem valda burt- streymi unga fólksins úr sveitunum. Þá kem ég að nýbýlunum. Þar var nú allt hægra um vik að skipuleggja falleg býli og hentug. Engar gamlar byggingar eða kofaþyrpingar, sem stóðu í vegi. En það hefur, því miður, illa tekizt til með sum þeirra. Heildarsvipur þeirra nýbýla, sem ég tel, að hafi mistekizt, er þessi: Fyrst íbúðarhúsið, — lágt, laglegt hús með valma- þaki. Við það er svo oft klesst lægri byggingu, sem er geymsla, gangur og því um líkt, þar við áföst hlaða með risi, sem snýr þversum á allar hinar byggingarnar. Síðast kemur svo fjós og áburðarhús og þannig frá gengið, að stækkun er útilokuð, nema með því að mölva eitthvað niður. Stundum hefur ekki verið t'ekið nógu mikið tillit til landslagsins, og stækkun á heimapeningshúsum erfið þess vegna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.