Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1942, Page 82

Andvari - 01.01.1942, Page 82
78 Gísli Guðmundsson ANDVAHI manna. Mun þingmönnum hafa þótt óþarft að minna lands- menn sérstaklega á kostnað þann, er þeir hefðu af því að eiga sjálfir löggjafarþing. Hins vegar var nú á lagður tóbakstollur (áætlaður um 13 þús. kr. á ári) og áfengistollur aukinn. Lands- höfðingi mælti gegn afnámi alþingistollsins og tóbakstollinum á þessu þingi og vildi láta athuga mál þessi í milliþinganefnd. Þau hlutu samþykki eigi að síður og lögin staðfestingu kon- ungs. Póstgjöld voru og nokkuð hækkuð með breytingu póst- laganna á þessu þingi. Stjórnin lagði fyrir þingið frumv. um fjölgun héraðslækna úr 9 upp í 17, en þingið hækkaði þá tölu upp í 20. Að tillögu stjórnarinnar voru og sett ný ljósmæðralög. Ljósmæður voru þá um 70 á öllu landinu, en nú skyldu amtsráðin ákveða tölu þeirra. Þá voru og sett ný launalög (stjórnarfrumvarp). Eitt af stjórnarfrumvörpunum, sem fram gengu, var frv. um „tilsjón með flutningum á þeim mönnum, sem flytja sig úr landi í aðr- ar heimsálfur“. Eins og gefur að skilja, voru lög þessi sett vegna Ameríkuferðanna og skyldu tryggja útflytjendur gegn mönnum þeim, er tóku sér fyrir hendur að sjá um vesturfarir. Stjórninni var heimilað að selja prentsmiðju landsins fyrir 20 þús. kr., og kom frumkvæðið um það frá þinginu. Fyrir þingið voru lögð, af þingmönnum, frumvörp um lög- gildingu verzlunarstaða á Blönduósi, Vestdalseyri við Seyðis- fjörð, Þorlákshöfn, Fjallahöfn og Kópaskeri. Tvö hin fvrst nefndu voru samþykkt, en hin felld. Fellt var frumvarp Sig- hvats Árnasonar, 1. þm. Rangæinga, um „tilsjón sveitarstjórna með þeim, er þiggja af sveit“, en samkvæmt því skyldi oddviti vera fjárhaldsmaður þurfamanna og þurfamaður skyldur að „vinna það verk, sem löglegt er og ekki ofvaxið kröftum hans, er sveitarstjórnin þar í hrepp skipar honum“, að viðlögðu fang- elsi. Eigi mátti, samkv. frumvarpinu, hyggja þurfamanni utan sveitar jörð án leyfis sveitarstjórnar. Tóku þingmenn þunglega i mál þetta og töldu það ómannúðlegt, a. m. k. sumir hverjir. Jón forseti tók lítinn þátt í umræðum hins fyrsta löggjafar- þings. Þó gekk hann úr forsetastóli og tók til máls, er fjár- kláðamálið kom ó dagskrá. Það var þá enn hitamál í landinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.