Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1942, Page 93

Andvari - 01.01.1942, Page 93
ANDVARI Þúsund ár. Eftir dv. Þorkel Jóluinnesson. I. Þrár mannskepnunnar eru ærið margvíslegar og næsta frá- leitar sumar, erfitt að átta sig á þeim. Lengi hef ég þráð að ferðast um Snæfellsnes. 1 sjálfu sér er það ekkert undarlegt um mann, sem búinn er að dveljast 15 ár eða lengur í Reykja- vik, hefur margoft horft á Snæfellsjökul og fjöllin þar innar af í sólsetursdýrð -og töfrandi hillingum. Dásamlegri sjón hef ég tæplega augum litið en stundum, þegar sól var að renna við jökulinn og hæstu tinda fjallgarðsins hillti upp dimmbláa, líkt og hálendar eyjar í órafjarlægð úti í hafinu. Hitt er ein- kennilegra, þegar mér verður hugsað um það, að á þessum út- skaga kvöldroðans og hillinganna eru tveir staðir, sem mig hefur alltaf langað mest til þess að koma á, en þó hef ég aldrei getað gert mér neina skynsamlega grein fyrir þvi, hvers vegna hugur minn hefur að þeim dregizt öðrum fremur. Staðir þessir eða réttara sagt nöfnin, því að til skamms tíma voru þeir mér nöfnin ein, eru Hólahólar og Gufuskálar undir Jökli. Senni- lega gefst mér aldrei nein skýring á því, hvers vegna þessi uöfn hafa orðið mér svo hugstæð, enda varðar það líklegast minnstu. Þau voru eins og óort ljóð, sem flögrar að óskáld- '?efnum manni, þráfaldlega en ekki áleitnari en það, að hann sleppur við að hnoða úr þeim illa gert kvæði. Svo geta þau haldið áfram að vera dýrlegur skáldskapur alla tíð. Nú hafa atvikin leitt mig nýlega vestur á Snæfellsnes og kringum Jökul. Og þetta hérað, þessi fjöll, sem heillað höfðu mig svo lengi úr fjarskanum, hafa nú töfrað mig enn fastar með dásamlegri fegurð sinni í nálægð, fegurð, sem er í senn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.