Andvari - 01.01.1942, Side 96
92
Þorkell Jóhannesson
ANDVARI
auga á bæinn að Gufuskálum. Hann stendur á uppgrónum
malarkambi, kippkorn frá sjónúm. Þess sjást glögg merki, að
hér hefur orðið uppblástur mikill og sandfok úr hrauninu og
frá sjónum, þótt nú sé að mestu upp gróið. Um 1700 hefur
uppblástur þessi sorfið svo fast að, að annar heimabærinn --
hér var löngum tvíbýli — er þá í auðn, en „túninu grandar
sandfjúk í mesta lagi, svo að moka þarf af húsum eftir hvert
norðan stórviðri“. Nú er hér grænt allt yfir að líta, en jörð
sendin og snögglend, melhlaðka vex á strjálingi innan um
grasið, alla leið heim að bænum. Hraunið myndar hér hálf-
hring við sjóinn um talsvert víðlenda grasvelli, og stendur
l>ærinn nær sjónum, heldur innar en fyrir miðjum hringn-
um. Hér er hlýlegt í örmum hraunsins og efalaust ægifagurt í
björtu veðri, með jökulinn á aðra hönd en úthafið á hina. All-
langt utan við Gufuskála sjáum við vitann á Öndverðanesi
gnæfa yfir svart og hrikalegt hraun.
III.
Margt ber fyrir augu ferðamannsins sumarlangan, sól-
lijartan daginn. Þetta fjall, fossinn, áin — hvað mundi það nú
heita, og bærinn þarna? í þúsund ár stóð bærinn hér, og nii
spyr fáfróður maður: Hvað heitir þessi bær? Sé nokkur svo
fróður með í ferðinni, fær hann sjálfsagt svar við spurningu
sinni, nafn, sem hann ef til vill kannast við, en langliklegast
hefur aldrei heyrt áður, og eftir stuttan tíma hefur hann
sennilega gleymt því aftur. í raun og veru varðar hann ekkert
um þennan hæ. Tími hans er mældur í dögum, í klukkustund-
um. Með þessu áframhaldi verður hann í seinna lagi í áfanga-
stað. Hvað varðar hann um þúsund ár?
Ferðamaðurinn er eins og ryk vegarins, eins og skýhnoðri,
er vindur feykir og horfinn er á einu augabragði. En í faðmi
hraunsins stendur hærinn á uppgrónum malarkambi og ber
hátt yfir græna velli, með jökulinn á aðra hönd og á hina
reginhafið, eins í dag og fyrir þúsund árum siðan. En þá var
það, sem mennirnir komu hér fyrst. Komu þeir einhvers
staðar fram úr hrauninu, litill hópur þreyttra, sárfættra