Andvari - 01.01.1942, Síða 102
98
Þorkell Jóhannesson
ANDVAUI
gömlu konunnar. — Nú verðið þér að skoða fornmannaverkin
í ytri vörinni, segir hún. Svo höldum við þangað. Hér gefur
að líta merkilega sjón. Rudd hefur verið hátatröð gegnum
ldungrið í fjörunni, fram í lægsta fjörumál. Braut þessi mun
vera 2—3 metrar á lireidd og allt að 20 metra löng. Reyndar
eru þessar tölur ágizkaðar, því ég mældi hana ekki, hafði ekki
tök á því. Sjálf er tröðin talsvert djúp, þar sem klungrið er
hæst, en hún sýnist enn dýpri vegna þess, að þegar hún var
rudd, hefur grjótinu, se.m upp úr henni kom, verið rutt upp
á barmana til hliðar í háar rastir, sum björgin ótrúlega stór.
— Hér er Stórstraumshellan, segir gamla konan. Hún er ofar-
lega í tröðinni, og eftir henni miðri er djúp rák, sem bátakilir
hafa sorfið, er upp var sett og fram. Ég hafði séð svipuð
verksummerki í vörunum í Rifi. Mér flugu þá í hug götu-
skorningarnir í hellurnar í Búðahranni eftir skreiðarlestirnar
undan Jökli, þögul vitni um þrotlausa elju og erfiði þúsund
ára. Mér er sagt, að áður fyrri hafi það ekki tíðkazt að járna
bátakilina. En furðu langan tima mundi það taka og mikla
umferð, áður tré fengi unnið svo á harðri klöpji sem hér sjást
merki til.
Mér leizt svo á við fljótlega athugun, að undrum gegndi, ef
verk þetta hefði unnið verið svo að segja með berum hönd-
unum, án sprengiefnis til að rjúfa klungrið og án tækja til
þess að lyfta stórgrýtinu, er losað varð, upp úr tröðinni og þó
reyndar miklu hærra, er grjótdyngjurnar hrúguðust upp. Forn-
mannaverk, kallaði gamla konan það. Ég veit þess ekki heldur
neinar líkur, að slíkt mannvirki hafi hér framkvæmt verið
á síðari tímum, enda mundi það þá ýmsum kunnugt vera. Þá
er útveginum hér líka tekið að hnigna. En fyrir nærri 500 ár-
um gengu héðan að vísu 14 bátar um vertið, en likast til
nokkru fleiri áður fyrr, jafnvel allt að 20, þótt ekki verði það
með vissu sagt. í þá daga, þegar héðan réru 100—150 ver-
menn, hefur verið sjón að sjá verstöðina á Gufuskálum og
ærnum mannkrafti á að skipa, ef stórt þurfti að vinna. Og
hér hefur stórvirki unnið verið. En eitt þótti mér mestri furðu
gegna um þessa fornu, löngu og djúpu bátatröð. Hún var að