Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1947, Síða 31

Andvari - 01.01.1947, Síða 31
ANDVARI Manntalið 1703 27 hluta hans, svo sem vopnfærra manna, skattgreiðenda eða þvíh, þvi að tilgangurinn var oftast að fá vitneskju um, hve miklum herjum væri unnt að bjóða út eða hve miklir skattar gætu fengizt í fjárhirzluna. Var því oft heilum hópum manna sleppt, svo sem konum og börnum, þrælum og' skattfrjálsum stéttum. Hið síðasta skattmanntal (census) Rómverja lét Vespasian keisari taka skömmu eftir 70 e. Kr. En svo líða nær því 1% þúsund ár þar til aftur eru tekin manntöl í einstökum hæjum á Hollandi, Sviss og Þvzkalandi á 15. öld og endrum og sinnum eftir það á stöku stað, þar til á 18. öld, að farið er að taka manntöl fyrir heil ríki. Mun Prússland hafa orðið fyrst til þess 1719, en síðan Svíþjóð (með Finnlandi) 1749, og þar næst Danmörk og Noregur 1769 og Spánn sama ár. Árið 1753 var þó felld í enska parlamentinu uppástunga um að taka manntal, m. a. með þeim rökum, að slíkt gæti orðið til gagns fyrir fjandmenn ríkisins með því að sýna, hve veik- burða landið væri, og orðið þannig upphaf þess, að England glataði frelsi sínu. í parlamentinu varð einnig vart ótta við, að af þeirri léttúð að telja fólkið mundi óhjákvæmilega leiða drepsótlir og aðrar plágur.1) Fyrsta manntal á Englandi var því ekki tekið fyrr en árið 1801. I byrjun 18. aldar voru manntöl svo fátíð, að það var engin furða, þótt það þætti miklum tíðindum sæta, er fyrir- skipun kom um það árið 1702, að telja skyldi allt fólk hér á landi og skrásetja hvern mann, jafnt unga sem gamla, háa sem lága, ríka sem fátæka. Slík t hafði aldrei fyrr verið gert hér á Jandi. Reyndar segir Hannes biskup Finnsson í riti sínu, Mannfækkun af hallærum,2) að Þorleifur lögmaður Kortsson hafi milli 1670 og 1680 látið telja fólk hér á landi, en annars eru engar frásagnir um manntal á þeim tírna, og líklegast er, að hér sé ekki um neitt manntal að ræða, heldur skrá um bændur, er greiða áttu skatt. Er slíkt bændatal til frá 1681, um hændur, er áttu að greiða styrjaldarhjálp til Dana (extra- 1) Adolph Jensen: Tallenes Tale bls. 30—31. 2) Lærdómslistafélagsrit 14. b. bls. 213.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.