Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 65
ANDVAM
Stýrimannanöfn í Njálu
61
ar stundar, er Gunnar féllst á að fara utan, og komu hans
til Hákonar jarls. Þorvarði og Gunnari er báðum mjög óljúft
að fara á fund Noregshöfðingja. Gunnari veldur það, að hann
þykist þurfa að vaxa að manngildi og mannvirðingu áður
en hann taki slíkt skref, en Þorvarður óttast afleiðingar þess,
sem hann „hafði brotið við konungdóminn í aftöku Þorgils
skarða og Bergs, hirðmanna Hákonar konungs“. Slíkum ótta
fylgir næstum óhjákvæmilega tilfinning um vanmátt og
auðnuleysi, samfara innilegri ósk um að hefja sig til mann-
heillar og mátlar til jafns við þann, sem óttanum veldur, eða
meira. Af þessum kenndum Njáluhöfundar mun vera sprott-
in frásögnin af hetjudáðum og upphefð Gunnars á Hlíðar-
enda í utanfararsögunni. Gunnar þurfti sannarlega á tign-
arklæðum sjálfs stórkonungsins að halda, er hann kom á
fund jarlsins, þvi í brjósti bar hann ótta Þorvarðs Þórarins-
sonar við Noregshöfðingja. Þess vegna vildi Gunnar ekki
ráðast lil jarls, þá er hann fyrst var þess beðinn.
Loks er að minnast Ólafs af Steini. Virðist hann mörgum
sinnum hafa komið til íslands. Ólafur var á fundinum í
Flatatungu vorið 1234 og vann þar að sáttum, þótt aðeins
væri 18 vetra gamall. „Hann var þá í fyrstu ferð og var heinm-
uiaður að Keldum með Hálfdáni", sem síðar varð tengda-
taðir Þorvarðs Þórarinssonar. Sumarið 1239 „hafði Ólafur
af Steini skip fyrir norðan land“ og fjórum árum seinna er
kans getið á ísafirði. Árið 1288 mun Ólafur hafa komið til
íslands í síðasta sinn. Var Sighvatur Hálfdánarson frá Keld-
Um með honum, og fóru þeir með konungserindi. Af þeim
allt að 80 erlendu stýrimönnum og konungssendiboðum, sem
heimildir greina frá, að komið liafi til íslands á þjóðveldis-
timanum, munu þeir Ólafur af Steini og Ólafur stýrimaður
elda vera þeir einu, sem kenndir eru við bæi. í Njálu er Ólafur
eIda sagður sonur Ketils úr Eldu. Með Bárði svarta og Ólafi
fóru Njálssynir utan.
Nú hvarflar hugurinn aftur til stéttarbræðra Ólafs af
^teini, þeirra Ivolbeins svarta, Skeggja hvíta, Bárðar Hallröð-
arsonar, Eyjólfs auðga og Hallvarðs gullskós, sem voru