Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 36

Andvari - 01.01.1947, Side 36
32 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVAHI Jarðabókarverkið, sem var aðalstarf nefndarmannanna, stóð yfir í 12 ár (1702—14), en manntalinu og fjártalinu var lokið fyrir Alþing 1703. Ekki var það samt tekið á einum degi um land allt, eins og nú tíðkast um manntöl, heldur var það tekið á ýmsum tímum, allt frá því í desember 1702 og fram í júní 1703, en á flestum stöðum fór það fram í marz eða apríl. Það sýnist eiga við ástandið á þeim tíma, er það var tekið á hverj- um stað, en ekki vera miðað við ákveðinn dag. Þó er skýrslan um utansveitarhúsgangsmenn, sem fylgdi með aukalega, alls staðar miðuð við páskanóttina 1703, og sums staðar er það telcið fram, að ómagaregistrið eigi við langaföstuna, eins og fyrir var mælt í bréfi nefndarmanna til sýslumanna. í hrepp- unum önnuðust hreppstjórarnir um framkvæmd manntalsins. Voru þá venjulega 5 hreppstjórar í hverjum hrepp, en hrepp- arnir alls um 150. Ekki er vitað, hvaða aðferð hefur verið notuð við töku manntalsins, og líklega hefur hún ekki verið hin sama alls staðar. Sums staðar virðist svo sem hreppstjór- arnir hafi farið um hreppinn og skrifað fólkið á hverjum bæ, en annars staðar munu þeir hafa stefnt bændum til sín til þess að láta í té þær upplýsingar, sem óskað var eftir. Manntalinu af öllu landinu hefur verið skilað til nefndar- manna á Alþingi sumarið 1703, og hefur það síðan verið sent til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. En ekkert virðist hafa verið gert við það þar fyrr en 75 árum síðar, er Skúli Magnús- son landfógeti skrifaði, veturinn 1777—78, í 6. bindi af jarða- bólt sinni mannfjöldann á hverjum bæ 1703, ásamt tölu fjöl- skyldna og sveitarómaga í hverjum hreppi, og gerði svo yfir- lit fyrir allt landið um tölu fjölskyldna og mannfjöldann alls og hve margir væru yfir sjötugt. Og loks gerði hann tilraun til þess að skipta mannfjöldanum á landbúnað og fiskveiðai'. Fram að síðustu áratugum hefur öll þekking manna á mann- talinu 1703 verið byggð á því, sem Skúli Magnússon hefur tekið upp úr því. Jarðabólt lians er aðeins til í handriti, en yfirlitstafla hans um mannfjöldann 1703 var prentuð í Olavius: Ökonomisk Reise igiennem Island. Iíh. 1780. Sama tafla hef-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.