Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 79

Andvari - 01.01.1947, Page 79
ANDVAM Við Otldastað 75 framkvæmd, bæði vegna ágalla, sem fylgja skipulaginu, og vegna fátæktar landsmanna. En áður en löggjöfin um hið sam- fellda skólakerfi var sett, hafði komið í ijós, að skólar lands- ins þurfa mikilla umbóta við. Kennslan í mörgum stærstu skól- unum, þar á meðal ýmsum barnaskólum, virðist vera sálar- laus ítroðningur, stöðugar endurteknar yfirheyrslur í smá- vægilegum námsefnum. Með fábreyttu götuuppeldi í þétlbýl- inu verður þessi þunglamalega kennsla svæfandi og deyfandi fyrir börn og unglinga. Nemendur, sem svo er að búið, lesa helzt ekki bækur, sem eru verulega erfiðar. Þeir eru þreyttir á bókum, sem stöðugt er haldið að þeim í skólanum. Þeir eru i einu ofmettaðir á bókum og hafa lítilsvirðingu á bókum. Sú æska, sem þannig er búið að, sækir gleði sína í kvikmynda- húsin, neðanmálssögur, á fótboltavöllinn og í áfengisbúðina. Heimilið og hið hærra andlega lif verður framandi þeim, sem svo er búið að. Á vörum þvilíkra manna lifir ekki mál Snoria Sturlusenar og Jónasar Hallgrímssonar, heldur óskemmtileg blanda úr íslenzku og einu eða tveimur málum skyldra þjóða. En svo mikil sem námsþreytan er nú, verður bún hálfu meiri, ef hið nýja skólakerfi kemst í framkvæmd. í orði og verki er þar áherzla lögð á bóknám og það nám, sem leiðir til síendurtekinna prófrauna. Allir gallar núverandi skipulags koma þá fram í stækkaðri mynd. Hver, sem athugar börn, hemst fljótt að raun um, að þau unna þeim athöfnum, sem endurspegla störf fullorðna fólksins. Aftur á móti þykir börn- unum yfirleitt lítið gaman að sýsla dag út og dag inn við bælv- Ur og bókleg verkefni. Ef bókum er stöðuglega þrýst að börn- uni, sem hafa mestan hug á verklegum efnum, snýst náms- breytan upp i óbeit á öllu bóknámi, sem vinnu þarf til að stunda. Fram á síðustu ár hafa íslendingar átt tiltölulega meira af hókhneigðu fólki en gerist i flestum stærri löndum. Hin marg- breyttu stþrf við fátæklegt framleiðslulíf dreifbýlisins og feg- urð náttúrunnar skerptu sálargáfur fólksins og vöktu í hugum manna löngun eftir bóklegum fróðleik. Það umhverfi skapað: hókfræði, bókagerð og listhneigð þjóðarinnar. Bækurnar o„

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.