Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1947, Síða 79

Andvari - 01.01.1947, Síða 79
ANDVAM Við Otldastað 75 framkvæmd, bæði vegna ágalla, sem fylgja skipulaginu, og vegna fátæktar landsmanna. En áður en löggjöfin um hið sam- fellda skólakerfi var sett, hafði komið í ijós, að skólar lands- ins þurfa mikilla umbóta við. Kennslan í mörgum stærstu skól- unum, þar á meðal ýmsum barnaskólum, virðist vera sálar- laus ítroðningur, stöðugar endurteknar yfirheyrslur í smá- vægilegum námsefnum. Með fábreyttu götuuppeldi í þétlbýl- inu verður þessi þunglamalega kennsla svæfandi og deyfandi fyrir börn og unglinga. Nemendur, sem svo er að búið, lesa helzt ekki bækur, sem eru verulega erfiðar. Þeir eru þreyttir á bókum, sem stöðugt er haldið að þeim í skólanum. Þeir eru i einu ofmettaðir á bókum og hafa lítilsvirðingu á bókum. Sú æska, sem þannig er búið að, sækir gleði sína í kvikmynda- húsin, neðanmálssögur, á fótboltavöllinn og í áfengisbúðina. Heimilið og hið hærra andlega lif verður framandi þeim, sem svo er búið að. Á vörum þvilíkra manna lifir ekki mál Snoria Sturlusenar og Jónasar Hallgrímssonar, heldur óskemmtileg blanda úr íslenzku og einu eða tveimur málum skyldra þjóða. En svo mikil sem námsþreytan er nú, verður bún hálfu meiri, ef hið nýja skólakerfi kemst í framkvæmd. í orði og verki er þar áherzla lögð á bóknám og það nám, sem leiðir til síendurtekinna prófrauna. Allir gallar núverandi skipulags koma þá fram í stækkaðri mynd. Hver, sem athugar börn, hemst fljótt að raun um, að þau unna þeim athöfnum, sem endurspegla störf fullorðna fólksins. Aftur á móti þykir börn- unum yfirleitt lítið gaman að sýsla dag út og dag inn við bælv- Ur og bókleg verkefni. Ef bókum er stöðuglega þrýst að börn- uni, sem hafa mestan hug á verklegum efnum, snýst náms- breytan upp i óbeit á öllu bóknámi, sem vinnu þarf til að stunda. Fram á síðustu ár hafa íslendingar átt tiltölulega meira af hókhneigðu fólki en gerist i flestum stærri löndum. Hin marg- breyttu stþrf við fátæklegt framleiðslulíf dreifbýlisins og feg- urð náttúrunnar skerptu sálargáfur fólksins og vöktu í hugum manna löngun eftir bóklegum fróðleik. Það umhverfi skapað: hókfræði, bókagerð og listhneigð þjóðarinnar. Bækurnar o„
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.