Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 86
82
Sigurjón Jónsson
ANDVARI
að það er nærri ómögulegt að meta til fullnustu, hve mikið
Jæknisfræðin á þeim að þaklía.
Fram yfir miðja 17. öld hafði enginn hugmynd um, livað
sjúkdómar væru í sjálfu sér né hvað þeim ylli. Það var mikils-
vert sliref áleiðis, er tveir ílaJsliir vísindamenn, Ronomo og
Cestoni, sýndu fram á það 1687, að kláðinn (þ. e. faraldurs-
kláðinn, Scabies) væri af völdum örsmárra maura, er græfu
sig inn í húðina, tímguðust þar og breiddu sýlcina út með því
að slvríða af sjúlcum á lieilbrigða. Þetta var fyrsta slvipti, sem
sérstölc orsöle til sjúkdóms var leidd í ljós, og fyrsta skipti,
sem skýring var gefin á þvi, bvernig sjúkdómur bærist frá
manni til manns.
Fáeinir menn, sem voru einni eða fleiri öldum á undan
samtíð sinni, fluttu nýjar kenningar um smitun sjúkdóma og
útbreiðslu af völdum eitraðra agna eða lofttegunda, eða jafn-
vel ósýnilegra lífvera; en þessar kenningar féllu í grýtta jörð
og náðu engu fylgi, enda skorti sannanir með öllu. Réttur
skilningur á smitandi sjúkdómum hlaut að bíða þess, að ó-
sýnilegar lífverur fyndust og einhver þekking fengist á eðli
þeirra.
Leeuwenhock, hollenzkur bjúgglerjafágari á 17. öld, fann
upp samsetta smásjá, er eygja mátti bakteríur í. Hann er
stundum nefndur faðir bakteríufræðinnar, en réttara væri að
kalla hann ljósmóður hennar. Hann var einn af mikilhæfustu
uppfundningamönnum, sem nokkurn tíma hafa uppi verið.
Uppgötvun ókunnra meginlanda hefur verið talin Kólumbusi
og Magellan til gildis, en Leeuwenhock opnaði mannlegri
þekkingu lieilan, áður ókunnan heim.
En meira þarf til að vera bakteríufræðingur en að vita,
að bakteriur eru til, og þess vegna cr hæpið að kalla
Leeuwenhock föður bakteríufræðinnar. Þann heiður á Pasteur
með réttu, því að hann gerði bakteríufræðina að vísindagrein
á dögum foreldra vorra, sem nú erum rosknir orðnir. Hann
gerði það, þegar hann færði órækar sannanir fyrir því, að
gerlar og sýklar eiga foreldri, eins og alll annað, sem lífi er
gætt. Meðan því var trúað, að þessar verur kviknuðu sjálf-