Andvari - 01.01.1931, Page 12
8
Sír« Eirlkur Briem, prófesior.
Andvari
skáldritum eftir merka rithöfunda. Fékk hann einna
mestar mætur á skáldritum Ibsens. Þegar Per Gynt
kom út, varð hann svo hrifinn af bókinni, að hann rit-
aði höfundin um bréf og lét í Ijós ánægju sína yfir henni.
Mun það hafa verið fyrsta viðurkenning, er Ibsen hlaut
fyrir þetta merka skáldrit. En Eiríkur lærði bókina
utan að, og mun það eins dæmi. Löngu síðar, þegar ég
kynntist Eiríki, vitnaði hann oft f Per Gynt, þegar svo
bar undir, og hafði þá stundum yfir setningar eða kafla
úr bókinni. Eru mér síðan minnisstæðar ýmsar spaklega
samdar setningar úr Per Gynt.
Eiríkur hafði þá náin kynni af mörgum yngri mönn-
um í Reykjavík, einkum stúdentum og sumum, er þá
voru að ljúka námi í lærða skólanum, og voru á líkum
aldri og hann. Batt hann vináttu við marga þeirra, er
hélzt síðan. Má þar til nefna Valdimar Briem frænda
hans, síðar vígslubiskup, ]ón Ólafsson ritstjóra, ]ón
Bjarnason, síðar prest í Vinnipeg, Kristján ]6nsson
skáld, Sigurð Guðmundsson málara, Kristján Eldjárn
Þórarinsson, síðar prest á Tjörn í Svarfaðardal o. fl.
Tók hann allmikinn þátt í glaðværum félagsskap þessara
mikilhæfu ungu manna, þó að ýmsir þeirra væru honum
óskaplíkir. ]ón Ólafsson og hann voru þá og oft 6íðan
ósammála í stjórnmálum og deildu þá oft sín á milli,
og síðar á alþingi, um opinber mál, en í engu spillti
það vináttu þeirra.
Á þeim árum þótti Eiríkur heldur óframfærinn og
fámáll, þar sem margir voru saman komnir og eigi hon-
um því kunnugri: — Enn því skemmtilegri og ræðnari
var hann f hóp náinna vina sinna og kunningja. Þó
tók hann þátt í málfundarfélagi, er margir hinir yngri
menntamenn héldu þá uppi hér f Reykjavík og nefndist
>Kvöldfélagið«. Voru fundir haldnir í félaginu á laugar-