Andvari - 01.01.1931, Page 16
12
Sfra Eiríkur Briem, prófessor.
Aadvari
mærð 03 málalengingar. Framkoma hans öll bæði utan
kirkju og innan var hin prúðmannlegasta, svo að verið
gat öðrum til fyrirmyndar.
Hann lagði mikla alúð við að hlynna að fræðsiu
barna og unglinga í sóknum sínum. í fréttagrein í
»Norðanfara« (16. ár 1877) eftir Húnvetning er sagt
svo frá: »Síðan hann varð prestur, hefir hann ávallt
farið húsvitjunarferðir tvisvar á ári, öndverðan vetur og
á útmánuðum. í húsvitjunum þessum hefir hann kynnt sér
nákvæmlega menntunarástand unglinga, sér í lagi fram-
farir þeirra í kristindómi, og þess utan hvatti hann þau
til framfara í skrift og reikningi eftir kringumstæðum,
veitti þeim uppbyggilegar leiðbeiningar og áminnti með
hógværð og alvöru, þar sem þess þurfti. Húsvitjanir
sínar auglýsir hann fyrir fram og aðvarar húsbændur
um að láta unglingana vera heima, en beri út af því,
boðar hann þá unglinga heím til sín á tilteknum degi.
Öll börn, að minnsta kosti 12 ára eða eldri, áskilur
hann að komi til spurninga á hverjum sunnudegi á föst-
unni að færu veðri, og er önnur embættisfærsla hans
þessu samboðinc.
Hann tók og þann sið upp, er þótti nýlunda, að halda
alþýðlega fyrirlestra um ýms fræðandi efni eftir messu
á sunnudögum. Höfum vér eftir sóknarbörnum hans,
að þessi nýbreytni hafi átt miklum vinsældum að fagna,
og að fyrirlestrar þessir hafi þótt bæði gagnlegir og
skemmtilegir.
Meðan hann var prestur tók hann ýmsa pilta til náms
að vetrinum og bjó suma þeirra undir skóla. Hafði
hann oftast 3—4 nemendur á vetri. Frú Guðrún kona
hans kenndi og þau árin ungum stúlkum ýmis konar
handavinnu; var hún ágætlega að sér í slíku og listfeng
og hafði mikiar mætur á því, sem þjóðlegt var og fagurt