Andvari - 01.01.1931, Page 24
20
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
Atidvar*
langdvala erlendis. Sýnir greinin, að höf. hefir fylgzt
einstaklega vel með í opinberum málum og hve glöggan
skilning hann hefir haft á atburðunum og tildrögum
þeirra, enda þótt þeir væru nýlega um garð gengnir,
og að hann hefir mörgum fremur haft opið auga fyrir
kostum og veilum raanna, er störfuðu að opinberum
málum hér á landi.
Sumarið 1880 var Eiríki veitt 2. kennaraembættið við
prestaskólann hér í Reykjavík og byrjaði kennsluna þar
um haustið. Kona hans og börn dvöldust þann vetur í
Steinnesi, en fluttust suður vorið eftir. Kenndi hann
fyrstu árin í prestaskólanum heimspeki (sálarfræði, rök-
fræði og sögu grísku heimspekinnar), alls 7 stundir á
viku, en siðar 4 stundir i biblíuþýðingu. Starfi þessu
gegndi hann í 31 ár, eða þangað til prestaskólinn var
lagður niður haustið 1911 og guðfræðikennslan lögð
undir háskóla íslands.
Merkir nemendur hans frá prestaskólanum bera hon-
um það orð, að hann hafi verið mjög skyldurækinn
kennari og bæði ljós og skýr í allri framsetningu, sér-
staklega hafi kennsla hans í rökíræði verið skýr og að-
gengileg. Sem fyrirlesari var hann nokkuð þur og hélt
sér fast við efnið. En í frjálsum umræðum að aflokn-
um fyrirlestrum var hann fjörugur og skemmtilegur og
reiðubúinn að svara spurningum nemenda og rökræða
við þá um málefni, er þeir vildu fræðast um; kom þá
hvað greinilegast fram, hve fjölfróður hann var og hve
rækilega hann hafði hugsað og brotið til mergjar merkar
stefnur og kenningar, jafnvel i fjarskyldum greinum. En
það ber flestum eða öllum saman um, að mest hafi
verið unun að vera með honum einum og ræða við
hann um efni, sem nemendinn sjálfur hafði leitazt við