Andvari - 01.01.1931, Page 27
Andvari
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
23
strandaði á féleysi og viljaleysi sijórnarinnar. í Skaga-
firði beittist hann fyrir því að fá nokkrar ár brúaðar.
Til þess fékkst ekki opinbert fé, og fékk hann því þá
til vegar komið, að sýslubúar sjálfir lögðu á sig nokkur
gjöld til slíkra framkvæmda. Með þessu voru að minnsta
kosti 5 ár brúaðar í Skagafirði. Annars mátti heita svo,
að þegar vér fengum fjármálin í okkar hendur 1874,
væri enginn nýtilegur vegarspotti í landinu, engar ár
brúaðar, engar samgöngur á sjó með ströndum fram,
mjög litlar samgöngur við önnur lönd og flest annað
eftir þessu.
Fyrstu árin, sem alþingi fór með fjármálin, var það
mjög íhaldsamt um öll fjárútgjöld, Landslýður allur var
viðkvæmur fyrir öllum fjárframlögum til opinberra þarfa.
Volið og barlómsandinn var svo ríkur hjá alþýðu manna,
að menn kvörtuðu sáran undan sköttum og álögum, er
aengu til opinberra þarfa. Þingmenn voru margir líkt
skapi farnir að þessu leyti, og þótti óhæfa að auka
tekjur landssjóðs að nokkrum mun með auknum skött-
um. Enda bætti það eigi um, að harðindaár gengu yfir
landið eftir 1880; var þá gripið til þess ráðs að gefa
landsmönnum upp opinbera skatta að miklum mun.
Þegar Eiríkur varð þingmaður, vildi hann koma skriði
á nýtilegar framkvæmdir í landinu. En til þess þurfti
að auka tekjur landssjóðs að miklum mun. Honum var
vel kunnugt um viðkvæmni landsmanna gegn öllum
skattgreiðslum, en taldi, að þessi barlómsandi lands-
manna væri miklu fremur gamall ávani en getuleysi.
því að landsmenn spöruðu lítt við sig ýmis konar munað.
Hins vegar var honum ljóst, að landsmönnum var oft
nokkuð örðugt með greiðslu beinna skatta, vegna þess
hvað lítið var af peningum í umferð manna á meðal í
íandinu. Fé til skattgreiðslu urðu menn jafnan að fá