Andvari - 01.01.1931, Síða 29
Andvari
Síra Eirikur Briem, prófessor.
25
og samið lagafrumvarpið, svo sem síðar mun sagt verða.
~ í frumvarpinu var svo til ætlazt, að landssjóður
ábyrgðist innstæðufé sjóðsins. Frumvarpið gekk fyrir-
stöðulaust fram í neðri deild. En nefnd sú, sem skipuð
var í efri deild til að afhuga frumvarpið lagðist ein-
dregið á móti því, og réð deildinni til að fella það.
Atti sr. Arnljótur Ólafsson mestan þátt í mótspyrnunni
Segn frumvarpinu. Með lagni tókst þó Eiríki að greiða
svo fyrir málinu í efri deild, að allir deildarmenn, aðrir
en nefndarmennirnir 3, greiddu atkvæði með frumvarp-
inu, svo að það varð að lögum, og hlaut staðfestingu
konungs 10. febrúar 1888.
Nátengt söfnunarsjóðs-frumvarpinu var annað frum-
varp, er Eiríkur hafði samið og fengið Þorlák Guð-
mundsson alþingismann frá Fífuhvammi til að flytja á
þingi. Var það um styrktarsjóði handa alþýðufólki. —
Var þar ákveðið, að stofna skyldi slíka styrktarsjóði í
bverjum kaupstað og hreppi á landinu. Harlar og konur
á aldrinum frá 20—60 ára, er væru hjú, þar á meðal
börn hjá foreldrum og lausafólk, skyldu árlega greiða
SÍald í styrktarsjóð síns hrepps. Karlmaður 1 krónu en
kvenmaður 30 aura. — Hálfa vexti skyldi árlega leggja
við höfuðstólinn, en hinum vaxtahelmingnum verja til
sdyrktar fátækum gamalmennum, sem varizt hefðu sveit.
Stefna frumvarpsins var sú að koma upp svo öflugum
s)óðum í öllum sveitum landsins, að þeir með íímanum
S*tu forðað öllum gamalmennum frá því, að vera upp
a aðra komin í ellinni, þótt þau hættu að geta unnið
fyrir sér. Það var með öðrum orðum stefnt að því að
^YSgja öldruðu fólki styrk eða nokkurs konar eftirlaun.
Aður þekktust engin eftirlaun hér á landi, nema eftirlaun
fil embættismanna og ekkna þeirra. Voru þau mikill
byrnir f augum almennings og margsinnis skorað á