Andvari - 01.01.1931, Síða 30
26
Síra Eirfkur Briem, prófessor.
Andvari
þingmenn í héruðum að fá þau afnumin. Þóttu emb-
ættismennirnir ekki of góðir til að lenda á sveitinni,
er þeir hættu að geta unnið fyrir sér, frekara en hverir
aðrir mætir menn í landinu. Með frumvarpi þessu var
stefnt í gagnstæða átt og stigið spor út á þá braut að
gera alla að eftirlaunamönnum.
Stefna sú, sem falst í frumvarpinu var alger nýung
og hafði þá eigi verið tekin upp neinstaðar erlendis.
Eiríkur var framsögumaður frumvarpsins í neðri deild
og náði það samþykki þeirrar deildar, en í efri deild
iagðist Arnljótur Ólafsson á móti því og fékk því til
vegar komið, að það var fellt; fann því það til foráttu,
að í því fælist »Communisme« og taldi það eigi líklegt,
að vér kæmum landinu upp með því að »breiða sam-
eigsku (Communisme) út í lögum vorum*.
Á þinginu 1889 fylgdi Eiríkur frumvarpinu enn fram,
og var það þá samþykkt. Þá hafði Bismarck nýlega
komið fram lögum á Þýzkalandi um ellitryggingar, er
fóru í svipaða átt. Munaði minnstu, að við yrðum fyrstir
allra þjóða að lögfesta slíkt nýmæli. En svo hefði orðið,
ef frumvarpið hefði gengið fram 1887. Lög um al-
mennan ellistyrk frá 1. júlí 1909 eru í raun og veru
sömu lögin endurskoðuð. Styrktarsjóðunum er þar gefið
nýtt heiti og nefndir styrktarsjóðir handa ellihrumu fólki
og víðtækari ákvæði sett til að efla þá.
Á þinginu 1891 voru heitar deilur um stjórnar-
bótamálið og talsverðar viðsjár meðal þingmanna.
Eiríki leiddist þetta stjórnmálaþvarg og þótti það stela
um of tíma og kröftum þingsins frá ýmsum þýðingar-
miklum framkvæmdamálum innanlands, og annars vegar
lítil eða engin von um árangur í stjórnarbótamálinu, eint
og þá stóðu sakir. Þá voru og komnir á þing nokkrir
yngri menn, sem höfðu sig mjög í frammi og beiftu