Andvari - 01.01.1931, Page 33
Andvari
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
29
ávaxtazt á sem öruggastan hátt, og eigi yrði gripið til
þess, nema samkvæmt fyrir fram ákveðnum reglum.
Þegar Eiríkur var prestur í Steinnesi hafði hann í
huga að koma á fót slíkum sjóði í Sveinsstaðahreppi,
sem ákveðið fé væri lagt í árlega og gæti með tíman-
um eflzt svo, að hann síðar meir gæti borið megingjöld
sveitarinnar, þótt eigi kæmi til notkunar árlega nema nokkur
hluti vaxtanna. Ur þessu varð ekki, vegna þess að hon-
um virtist þá örðugt að ganga svo frá skipulagsskrá
sjóðsins, að henni yrði ekki breytt síðar meir.
Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur 1880, fór hann
að hugsa um framkvæmd í þessa átt í enn stærra stýl,
og skapaðist þá hjá honum hugmyndin um söfnunar-
sjóð fslands. Hann var ekki vanur að flaustra af þeim
tnálum, er hann vildi vanda. En undirbúning söfnunar-
sjóðsins mun hann þó hafa vandað fremur en flest annað.
T. d. hafði hann fimmtán sinnum endurritað lagafrum-
varp sitt um sjóðinn og í hvert sinn gert á því nokkrar
hreytingar og endurbætur, áður en það komst í það
form, sem honum líkaði.
Þegar hann hafði að fullu gengið frá Iögum og regl-
utn sjóðsins, reit hann grein í Andvara 1884 (X. ár)
iiurn ad safna fé“. Er það tvímælalaust einhver bezta
og frumlegasta grein, sem rituð hefir verið um það efni
á ísienzku.
f greininni gerir hann Ijósa grein fyrir því, hve gagn-
legt það sé, að menn hafi eitthvert takmark að stefna
að, er gefi þeim hvöt til fjársöfnunar. Menn sem byrji
útgerð og festi kaup á bát og öðrum útgerðartækjum,
~~ og menn sem byrji búskap og festi kaup á búslóð
°9 bústofni, fari sparlega með aflafé sitt og verji öllu,
sem þeir geti, til þess að eignast að fullu þessi fram-
leiðslutæki, og nái oft því marki á tiltölulegu skömmum