Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 34
30
Slra Eirfbur Briem, prófessor.
Andvari
líma, enda þótt þeir hafi byrjað með tvær hendur tómar.
— Eftir það fari oft svo, að þeir hætti að auka eign
sína, þótt atvinnureksturinn gangi vel, en aflafé þeirra
verði þá fremur eyðslueyrir.
Margir, sem fjár afla, hafa ef til vill, kringumstæðnanna
vegna, ekkert slíkt takmark að stefna að, er verði þeim
hvöt til skjótrar fjársöfnunar. Fyrir slíka menn er það
nauðsynlegt að þeir byrji snemma að safna fé í sjóði,
er ávaxti það, þangað til þeir þurfa nauðsynlega á því
að halda, er þeir reisa bú eða hefja sjálfstæðan at-
vinnurekstur o. s. frv. En þá telur Eiríkur það nauð-
synlegt, að féð sé fest í sjóðunum um lengri eða skemmri
tfma, svo að eigandinn geti eigi að óþörfu gripið til þess
og sóað því, áður en að því er komið, að hann nauð-
synlega þurfi á því að halda. Því marki verður eigi
náð með venjulegum sparisjóðum.
Enn telur hann menn, sem eigi fé, er þeir vilji spara
og auka til arfs fyrir börn sín og afkomendur. Ef ti!
vill eru börn þeirra eyðslusöm eða fáráðlingar í fjármál-
um, 6V0 að þeir sjái, að þeim mun koma erfðafé sitt að
litlu gagni, því að þau muni fljótt sóa því, er þau fái
það í hendur. Þegar svo hátti, sé nauðsyn á sjóði, er
geymi svo féð og ávaxti, að erfingjarnir geti eigi eytt
nema nokkru af vöxtunum, en höfuðstóllinn geti haldið
áfram að aukast af hinum hluta vaxtanna.
Samkvæmt fyrirkomulagi því, sem Elríkur ætlaðist til
að yrði á söfnunarsjóðnum, átti hann að geta fullnægt
ðllum þessum skilyrðum.
Samkvæmt lögum skiptist söfnunarsjóðurinn í fjórar
deildir: — 1) Aðaldeild ávaxtar fé með þeim skilmál-
um, að höfuðstóllinn verði aldrei útborgaður og nokkur
hluti vaxtanna leggist árlega við höfuðstólinn, en hinn
hlutinn greiðist vaxtaeiganda samkvæmt nánari ákvæð-