Andvari - 01.01.1931, Page 37
Andvari
Síra Eirikur Briem, prófessor.
33
til 1903, en eftir það voru honum goldnar 200 kr. á ári.
Nú er söfnunarsjóðurinn viðurkenndur sem mjög gagn-
ieg stofnun í landinu, því að hvergi eru sjóðir og annaö
fé, er lengi skal geymast og eigi má skerða, jafn-vel
geymt og þar. Innstæðum í sjóðnum stafar engin hætta
heldur af braski og eignamissi þeirra, er innstæður eiga,
því að allt fé er undanþegið eignanámi, meðan það
stendur í sjóðnum.
Skoðanir manna hafa verið nokkuð skiftar um ýmsar
þær kenningar, sem Eiríkur hefir sett fram í sambandi
v»ð stofnun söfnunarsjóðsins, t. d. um vaxtamöguleika
þess fjár í framtíðinni, er lagt væri í slíkan sjóð sem
þenna til ávöxtunar um aldur og ævi. Um það efni
skal ekki rætt hér, enda hafa þau fjármálaatriði, er
þar koma til greina, tæplega verið nægilega íhuguð af
sérfróðum mönnum. Á krepputímum, eins og í síðasta
ófriði, geta slíkir sjóðir rýrnað mjög vegna verðfalls pen-
,nga. Tók Eiríkur það atriði til íhugunar í grein um
framleiðslufé og lífskrafnafé í Andvara 1923 og benti á
kið til að tryggja sjóði gegn slíku verðfalli.
Því kveið Eríkur mest, að breytingagirni manna í
framtíðinni myndi verða sjóðnum hættulegust. Menn
®Yndu ef til vill taka upp á því að breyta lögum sjóðs-
Ins og umsteypa fyrirkomulagi hans, svo að allt yrði
að engu, er hann hefði barizt fyrir með stofnun hans.
^n vonandi skirrast menn við það í lengstu lög. í fyrir-
^omulagi sjóðsins eru falnir vísar, sem fyrst eftir aldir
9eta farið að bera ávexti, svo að um muni fyrir komandi
^Ynslóðir; þess vegna þarf sjóðurinn að njóta fullkomins
"asðis til að þroskast á þeim grundvelli, er í upphafi
var lagður. Auk þess er þessi sjóðsstofnun svo merki-
»eg og einstök í heiminum, að menn meðal annars þess
Vegna ættu að lofa sjóðnum að þroskast í friði.
3