Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1931, Page 46

Andvari - 01.01.1931, Page 46
42 Sfra Eiríkur Briem, prófessor. Andvari var spurður, hvert hann ætlaSi, kvaSst hann ætla aS ríSa sér til hressingar spöl út fyrir bæinn. HafSi hann þá ekki komiS á hestbak í nokkur ár. En svo stóS á, aS Magnús Stephensen landshöfðingi var þá fyrir austan fjall, og Eiríkur hafði frétt, að hann myndi koma yfir heiðina þenna dag. Eiríkur reið á móti honum alla leið upp að Kolviðarhól og varð honum samferða aftur til Reykjavíkur. Notaði hann tímann til að flytja mál piltsins, og fór það svo, að pilturinn fékk að taka prófið fyrir liðsinni Iandshöfðingja. Einn piltur, er hann hafði í fjárhaldi af Vesturlandi var svo óframfærinn og einurðarlaus, að hann hafði eigi þrek til að láta Eirík vita, þótt eitthvað amaði að sér; varð Eiríkur oft að geta sér þess til sjálfur eða leita frétta um það hjá öðrum. Nálega á undan hverju prófi ætlaði hann að láta hugfallast og vildi ganga frá prófi. Eiríkur þreyttist ekki á því að hughreysta hann og hvetja, og tór svo að hann lauk námi í latínuskólanum og síðar í prestaskólanum og gerðist prestur. Eiríkur festi tryggð við þessa skjólstæðinga sína, er hélzt, eftir að þeir höfðu lokið námi. Hélt hann spurn- um fyrir um hagi þeirra og gladdist yfir því, ef þeir urðu nýtir menn og vegnaði vel. Vitum vér með sann- indum, að margir þeirra minntust hans síðar sem bezta hollvinar, er hefði látið sér annt um þá, eins og hann væri faðir þeirra. Æskumenn nutu sín vel í samræðum við síra Eirík; hann talaði við þá eins og jafnaldri, en ekki sem eldri maður, er einn þættist allt vita, og kunni að hlýða á mál þeirra og meta hugsjónir þeirra og áhugaefni og lét hiklaust gleði sína í ljósi yf!r því, sem honum fannst gott og nýtilegt í hugmyndum þeirra, uppástungum eða framkvæmdum, og glæddi með því sjálfstraust hjá þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.