Andvari - 01.01.1931, Page 47
Andvari
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
43
og áhuga. Svo fannst mér, þegar ég kom sem ófram-
færinn unglingur úr sveitinni og naut þeirrar ánægju
að kynnast honum allnáið. Síðar meir, þegar ég komst
að nýrri niðurstöðu í einhverju máli eða rannsóknum,
eða hafði lokið við eitthvert verk, er mér þótti nokkura
um vert, datt mér oft Eiríkur í hug og óskaði þes9
með sjálfum mér, að ég væri nær honum, svo að ég
aæti notið þeirrar ánægju að leggja það undir hans dóm
og heyra álit hans.
Á efri árum dvaldist Eiríkur hjá Eggerti syni sínum í
Viðey og Reykjavík. Gerði hann það þá sér til gamans
að kenna börnum hans lestur, reikning o. fl.; hafði hann
ágætt lag á að vekja áhuga þeirra á náminu og varð
sérstaklega kær þessu smáfólki. Sjálfur fékk ég tæki-
færið til að kynnast þvt, hve glöggan skilning hann hafði
á lundarfari barna og hve miklu auðveldara honum
War að setja sig í barnanna spor en almennt er um
eldri menn. — Þessi skilningur Eiríks á æskunni mun
•^eðal annars hafa verið sprottinn af því, að hann var
ongur í anda sjálfur, og virtist það koma því betur í ljós,
6em hann eltist meira, þótt undarlegt megi virðast. —
Hann var bjartsýnn maður og gjarn til að meta menn
°9 málefni í ljósi framtíðarinnar. Hann fylgdist fram á
siðustu stundir ágætlega með í nýungum og skoðununa
oútímans, og það var hvorttveggja að hann kunni að meta
nútímann sem ungur væri og hafði trú á framtíðinni.
Heima fyrir var hann jafnan glaðlyndur og ræðinn,
°9 viðræður hans í senn bæði skemmtilegar og fræðandi.
f’egar hann tók sér hvíld frá störfum eða sat yfir borð-
um, hafði hann sífellt á takteinum einhver umræðuefni
og sagði þá oft frá ýmsum alburðum, er hann mundi
frá eldri eða yngri tímum eða hann hafði nýlega
lesið um. Bar þá margt á góma, er mér sem unglingi