Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 52
Andvari
Fiskirannsóknir 1929—1930.
Skýrsla til stjórnarráðsins.
Eftir Bjarna Sæmundsson.
Ég get sagt hið sama um fiskifræðistörf mín síðustu
tuö ár og ég sagði i síðustu skýrslu: Þau hafa ýmist
uerið rannsóknarferðir, rannsóknir heima, bréfaskriftir og
upplýsingar til manna innanlands og utan, eða aðstoð
við fiskirannsóknir Dana hér uið land.
1. Ritstörf og rannsóknarferðir.
Ritstörf mín hafa aðallega uerið þau, að semja ritgerð
um sjófiskveiðar íslands á þýzku, Die islándiche See-
fischerei, í hinu mikla ritsafni: Handbuch der Seefische-
rei Nordevropas, og gefið er út af Þjóðverjunum, Dr. H.
Liibbert, fiskimálastjóra Hamborgar og E. Ehrenbaum,
prófessor í Hamborg. Samning rits þessa tók fyrir mér
mestallan ueturinn 1928—1929 og kom út laust eftir
nýár 1930. Svo hefi ég, ásamt Krabbe vitamálastjóra,
gefið skýrslu um »Áhrif tréætu og annara sjávardýra á
bryggju í Hafnarfirði 1928—1929 í Tímariti verkfræð-
ingafélags íslands, 5. h. 1929. (Sbr. skýrslu mína 1927—
1928, bls. 45), og sagt frá ferð minni á >Skallagrími<
til Norðvesturlands í Lesbók Morgunblaðsins 17.—22.
tbl. 1930, skrifað skýrslur um rannsóknirnar á »Þór« í
Faxaflóa og aðrar greinar í »Ægi«.