Andvari - 01.01.1931, Síða 55
Andvari
Fishirannsóknir.
51
í stað »í>órs«, gerður svo úr garði, að hann megi nota
til fiskirannsókna og jafnframt því að vera björgunar-
og varðskip, eins og líka Alþingi ætlaðist til.
Af öðrum ferðum, sem ég hefi farið, skal ég nefna:
Þfjár ferðir á togaranum »Skallagrími«, tvær á þorsk-
veiðar: til Selvogsbanka og ]ökuldjúps vorið 1929 og
«1 *Hvalsbaks« vorið 1930 og eina á síldveiðar til Vest-
fjarða og Húnaflóa, sumarið 1929. í sumar er leið fór
óg til Austfjarða og dvaldi þar um hríð og fór þaðan
«1 Vestmanneyja og var þar vikutíma. Svo hefi ég
farið til Grindavíkur tvisvar hvort árið að nokkru leyti
kynnisför til gamalla átthaga, en alltaf haft gagn af því
1 fiski- og náttúrufræðilegu tilliti, einkum þann tímann
sem vetrarvertíðin stendur yfir.
Loks skal ég geta þess, að ég brá mér til Kaup-
Wannahafnar í haust (11.—29. sept), aðallega til þess
að hitta starfsbróður minn, prófessor ]ohs. Schmidt,
sem var þá nýlega kominn heim úr sinni löngu ferð,
°3 tala um fiskirannsóknir hér við land í næstu fram-
f'ð (sbr. það sem sagt var hér að framan um komu
*Dönu« hingað að sumri). Um leið kynnti ég mér hvað
er af íslenzkum hvölum eða hvalaleifum i Dýrasafni
Kaupmannahafnar.
Skal nú skýrt nokkuð nánar frá árangrinum af rann-
sóknarferðum þeim er hér hafa verið taldar.
A. Rannsóknir á „Skallagrfmi".
Eins og áður var sagt, fór ég þrjár ferðir með
*Skallagrími« á þessum árum, eina á Selvogsbanka og
1 ]ökuldjúp, aðra til NV landsins og hina þriðju til
djúpmiðanna fyrir SA-ströndinni og skal ég nú skýra
stuttlega frá fiskifræðilega árangrinum af þeim.
L Fyrstu ferðina fór ég 21.—30. april 1929, og var