Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 56
52
Fiskirannsóknir.
Andvari
það aðallega ferð til Selvogsbanka, því að þar dvöldum
við mest af tímanum. Þetta var í þriðja skiptið, sem ég
var á »Skallagrími< á þessum frægu miðum, því ég va-
þar 1925 og 1928, eins og frá hefir verið sagt í tveim
eíðustu skýrslum mínum, og var ég þar orðinn all-kunn-
ugur fiskalífinu á þeim slóðum, botnlaginu og veiðibrell-
um togaranna og hefi lýst því öllu nokkuð í nefndum
skýrslum. Aðalerindi mitt var því nú að reyna enn betur,
hve mikil brögð mundu vera að frjóvgun þorskeggja í
sambandi við aðgerðina á skipunum og skal ég koma
betur að því atriði síðar og skýra til að byrja með
nokkuð frá aflabrögðunum og öðru, sem mér þykir
ástæða til.
Við komum á >Bankann< líðandi hádegi 22. apríl og
námum staðar við Hraunið, á 55 fðm. dýpi. Var þar
fjöldi skipa fyrir og voru á Bankanum allan tímann sem
við vorum þar, 40—50 færeysk seglskip og 20—40 tog-
arar, flestir innlendir, og var ekki laust við að stund-
um væri nokkuð þröngt um mann, svo að allrar var-
úðar varð að gæta, að ekki yrði árekstur, einkum á
nóttunni og stundum flæktust vörpur saman.
Á þessari vertíð var feiknamikil fiskmergð um allan
Bankann, en mest þó við Hraunið og á því og hún var
þar enn, þegar ég kom þangað. Skip höfðu fyllt sig á
5—6 dögum o: útivistin stundum ekki orðið full vika.
Varpan fylltist oft eftir fárra mínútna drátt, þegar heilar
torfur urðu fyrir henni og væri dregið of lengi, gat svo
farið, að varpan þyldi ekki fargið og springi. Það kom
einu sinni fyrir á »Skallagrími«. Þegar svona er ástatt,
eru hafðar nánar gætur á strengjunum meðan togað er,
því að þeir ganga saman (utan við borðstokkinn, þar
sem þeir glennast vanalega nokkuð í sundur, 10° eða
svo), þegar varpan þyngist af aflanum og snögglega