Andvari - 01.01.1931, Síða 60
56
Fiakirannsóknir.
Andvari
fara þangað upp úr hádeginu 28. apr., og komum við
þangað undir miðnættið. Var um þetta Ieyti landburður
af fiski í Grindavík, svo að líklegt er að við höfura
farið yfir margan fiskinn, þegar við um kveldið fórum
yfir mið Grindvíkinga.
í Jökuldjúpinu var nú ekki mikið um að vera, miklu
minna en 1927, er við vorum þar fyrsta þriðjung maí-
mán., enda var nú ekki eins áliðið og þá. Við köstuð-
um strax við suðurbrún Djúpsins, á 70—90 fðm, skammi
frá 20 togurum, sem flestir voru íslenzkir, en aflinn var
lítill um nóttina; svo færðum við okkur út í djúpið
og fiskuðum úr því á 120—125 fðm., innarlega og utar-
lega, fram eftir deginum, en aflinn var sízt betri, sjaldan
meiri en 1 poki í drætti og stundum minna. Var mest
af því þorskur; sá sem fékkst á Djúpbrúninni og lengst
inni í Djúpinu var flestur fremur smár, kvenfiskurinn
gotinn eða gjótandi, en karlfiskurinn að mestu ógotinn,
og flest af fiskinum með stóran maga. Aftur á móti
var fiskurinn úti á Djúpinu all-misstór, og f sæmilegum
holdum og flestur ógotinn (bæði kynin). Nokkurir höfðu
stórsíld eða millisíld í maga.
Af ufsa var hér nokkuð, innst í Djúpinu stórufsi,
og úti í því líka nokkuð af miðlungsufsa (4—5 vetra).
Allur var stórufsinn hér gotinn og tómur. — Af síld
fengust nokkurar í vörpuna og í þorskmögum, eins og
áður var sagt; flest var það 32—37 cm. sumargoisíld,
með tóman maga, en rauðátuleifar í görnum. Af öðrum
fiski fékkst nú fátt, nema allmargt af karfa; gulllax,
spærlingur og kolmunni létu nú varla sjá sig, hafa verið
lengra úti, enda bar nú ekkert á augnasílinu, sem lokkar
þessar fiska líkt og ufsann. Það var ekki komið.
Skipstjóra þótti aflinn of lítill til þess að >liggja yfir
honumc, enda höfðum við þegar fengið vel á skipið.