Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 64
60
Fiskirannsóhnir.
Andvari
að vera við síldveiðar á »Skallagrimi«. sem þá stund-
aði veiðar ymist í eða úti fyrir ísafjarðardjúpi eða á
Húnaflóa; þetta ætlaði ég að gera sumarið 1928, þá er
ég hafði lokið rannsóknum mínum við Norðurland á
»Þór« (sbr. síðustu skýrslu, bls. 63), en varð of seinn,
því að »Skallagrímur« hætti veiðum fyr en mig varði.
Til þess að komast á »Skallagrím«, sem gekk eins
og aðrir »Kveldúlfstogararnir« frá Stekkeyri í Hest-
eyrarfirði (vanalega nú nefnd Hesteyri), varð ég að fá
far á »Þór«, sem átti að fara til dýptarmælinga á Húna-
flóa, og með leyfi stjórnarráðsins setti mig upp á Stekk-
eyri. En áður en þangað kæmi, átti hann að fara út á
Hala, til þess að athuga ísrek þar úti. Var það nokkur
krókur fyrir mig, en verður þess að fara hann, því að auk
þess sem ég í fyrsta skipti á æfinni komst í náin kynni við
hafís, gat ég gert nokkrar hita-athuganir á leiðinni frá
Bjargtöngum og út að ísnum, sem sýndu glöggt hinar
vanalegu hitabreytingar, sem verða við yfirborð sjávar-
ins, þegar hafís er á ferð í hlýjum sjó.
50 sjóm. N. *f Bjargtönaum, kl. 10 f. m. 10,2° í sjó, 13,0° 'í lopti.
56 — - — 11 - — 8,7° - — 13,0° - —
65 — - — 12--------5,9° - — 11,5° - —
75 — - — 1 e. — 2,a° - — 9,o° - —
Þá vorum við úti á Hala og heyrðum til íssins, en sá-
um hann ekki fyrir þoku, Héldum við svo í áttina til
ísafjarðardjúps og lentum í allbreiðri ísbreiðu kl. 3 e. m.
og vorum í henni til kl. 6. Inni í henni var sjóhitinn
1,0—2,2° og 3,2° við hana, þar sem við komum út úr
henni, en hitinn í lopti 7 — 8°. 5 sjómílur fyrir innan ís-
röndina óðu síldartorfur uppi um allan sjó, en þar var
sjávarhitinn þegar orðinn 9,8°. Þaðan voru síldartorfur
öðru hvoru uppi allt innundir Djúpmynni. Inni f ísnum