Andvari - 01.01.1931, Page 68
64
Fiskirannsóknir.
Andvari
og óuppmældu leið innan skerjai), og vorum aftur út
af Aðalvík snemma næsta morgun.
Við vorum nú aftur komnir á vor gömlu mið út af
Ritnum og inn með Grænuhlíð; þar var töluvert af síld
að sjá, enda var sjávarhitinn hár (9 — 10°) og lofthitinn
hærri en >fyrir austan« (o: á Húnaflóa). Var kastað
nokkurum sinnum um daginn, með misjöfnum árangri
(mest 100—150 mál), enda var nú smokkfiskur í síldinni.
Um nóttina var legið undir Grænuhlíð. Næsta morgun
(11. ág.) líðandi óttu var farið út aftur og verið á sömu
stöðvum; var þá mikið uppi af síld og góð köst, stund*
um 200—250 mál. Um 5-leytið var skipið orðið svo
hlaðið, að ekki var á það bætandi og var því haldið til
lands, með báða nótbátana í togi, en þegar þangað kom,
var svo mikið fyrir af ólosaðri síld í skipum, að >Skalla-
grímur* fékk ekki afgreiðslu fyrri en 16. ág. Bjóst skip*
stjóri þá við, að fara aftur »austur fyrir«, en ég þótt*
ist nú hafa séð svo mikið til snyrpinótaveiða, að ég
áleit, að ég þyrfti ekki að vera lengur á skipinu, enda
bauðst mér far til ísafjarðar sama dag, og urðu þeir
nærri samferða út fjörðinn >Skallagrímur« á leið til
Húnaflóa og djúpbáturinn á leið til ísafjarðar.
Tilgangur minn með dvölinni á »Skallagrími« var ekki
aðeins að sjá aðferðina við snyrpinótaveiðina, heldur
einnig og ekki síður sá, að athuga síldina og sambandið
milli hennar og »átunnar«, hvali og fugla, smokkfisk og
annað það, sem tækifæri gæfist til, og skal ég nú skýra
stuttlega frá hinu helzta, er ég varð vísari.
Þegar ég kom þarna vestur í síðustu viku júlím., var
1) Það er nú víst f ráði, að leið þessi verði mæld og ,ltort-
lögð“ á næstunni og tel eg það vel farið, því aö það getur greitt
töluvert fyrir samgöngum á þessu svæði f ísárum.