Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 72
68
Fiskirannsóknir.
Andvar*
Skal ég nú segja stuttlega frá því, hvaða »átu« var una
að ræða.
»Átan« sem hér var um að ræða var aðallega tvenns-
konar: rauðáta (Calanus finnmarchicus) og ungt augna-
síli (Rhoda inermis?) *), sem eftir litnum mátti nefna
»gráátu«. Lítið eitt af fullorðnu augnasíli (»grænátu«)
og trjónu-krabbalirfum. Fáein þorskfiskaseiði sá ég við
yfirborð, en iíklega hefir síldin smáð þau nú, þar sero
annað betra var á boðstólum, og ekki varð ég þeirra
var i hinum mörgu síldarmögum, sem ég skoðaði í.
Átan var aldrei verulega þétt og allbreytileg, stund-
um alveg uppi við yfirborð, í smá-flekkjum, en stunduro
dýpra niðri, og var í því enginn sjáanlegur munur á
rauðátu og gráátu, enda virtust flekkir þeirra vera hver
innan um annan, og f síldamögum mátti oft sjá báðar
tegundirnar í einu, aðra hálfmelta niðri í magabotni,
hina nýgleypta uppi í maganum, og bar það stundum
við, að sú átan, sem var nýgleypt í síldinni, sem verið
var að veiða, var lika í sjónum, þar sem kastað hafði
verið. Þannig var það t. d. í Djúpmynninu við Ritinn
31. júlí. Mergð af rauðátu við yfirborðið, þar sem hún
>dansaði« í sólskininu, og nýgleypt rauðáta í síldinní,
sem veiddist þar samtímis, en engin grááta. 1. og 2. ág-
var lítið eitt af rauðátu við yfirborðið og rauðáta í
sildinni, sem veiddist á sama stað (út af Rit). 10. ág-
var lítið eitt bæði af rauðátu og gráátu við yfirborðið
(út af Rit) og í síldinni, sem þá veiddist þar lítið eitt
af rauðátu, blandað hinni. — Eins var það í Húnaflóa:
9. ág. t. d. var mikið af bæði rauðátu og gráátu á
0—10 m. dýpi við Grímsey, rétt hjá torfunni og í síld-
1) Sjá nánara rit Árna Friðrikssonar: Áta (slenzkrar síldar-
Khöfn 1930, bls. <14 og 62.