Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 75
Anduari
Fiskirannsóknir.
71
næsia dag, svo aö það hvarf. Ekki gat ég heldur séð
hvaða áhrif háhyrnur, sem voru á sveimi fyrir utan Aðal-
vík höfðu á síldina.
Þessar athuganir mínar sýna hið sama og oft áður,
að þó að hrefna sveimi í kringum og inni í síldartorf-
tinum, eflaust til þess að éta síldina, þá virðist það
ekki fæla hana hið minnsta og sízt að þær reki hana
að landi eða í nokkura ákveðna átt. Líklega má segja
svipað um háhyrnuna.
Til viðbótar skal ég geta þess, að 11. ág. um kveldið
var stór hvalavaða, eftir lýsingu Kolbeins Sigurðssonar
skipstjóra á »Þórólfi«, eflaust marsvín, undir Grænuhlíð
á leið inn í Djúp, yfir 200 að tölu. Nokkurum dögum
S'ðar sáu þeir á »Skailagrími« stóra marsvínavöðu við
Vatnsnesið og seint í ág. urðu nær 1000 marsvín land-
íöst við Ófeigsfjörð, en losnuðu aftur öll saman, nema
200, sem voru drepin. Litlu síðar sáust 30—40 marsvín
út af Stöðvarfirði eystra. Marsvín lifa mikið á smokk-
fiski.
Um smokkfiskínn er ekki auðið að segja hið sama,
f*3ð kemur víst öllum fiskimönnum saman um það. að
síldinni standi mikill stuggur af honum og flýi hann,
innundir land, inn á firði eða út í buskann. Smokkurinn
var kominn í Djúpið. þegar ég kom vestur og farið að
reka í byrjun í ág. ísfirðingar álitu, að hann hefði rekið
síldina úr Djúpinu og inn á grunnið undir Grænuhlíð (ef
^ún hefir þá ekki verið þar til hrygningar). Annan dag-
lnn, sem við vorum úti í Djúpmynninu, var mikill asi á
síldinni. Hún stefndi inn Djúp, og öðru hvoru tók hún
köst og þaut, margar í röðum, eftir yfirborðinu, eins og
ristu sjóinn. Datt mér í hug að hún væri á flótta
Undan smokkfiski, sem væri niðri á eftir henni. Annars
fenSum við síðar nokkuð af smokk oftar en einu sinni