Andvari - 01.01.1931, Side 76
72
Fiskirannsóknir.
Andvarí
saman við miklu af sild í nótina, án þess að hann virt-
ist hafa fælt síldina hið minnsta.
í gamla daga höfðu fiskimenn, einkum í norðanverð-
um Noregi, mikinn ýmugust á öskunni sem gufuskipin
köstuðu út á fiskimiðum; hún var álitin mesta fiskifæla.
Seinna gerðust gufuskipin fiskiskip, sem fiskuðu með
lóðum og botnvörpum, og köstuðu óspart út ösku, án
þess að það virtist hafa nokkur áhrif á fiskinn eða afl-
ann. Nú á síðustu öld gerðust gufuskipin líka síldveiða-
skip, með snyrpinót og kasta öskunni hispurslaust í sjó-
inn á veiðisvæðinu, innanum síldartorfurnar, án þess
síldin virðist skipta sér nokkuð af því. 1. ág. var ég
viðstaddur, er öskunni var kastað út (um járnrennu sem
liggur ofan af vélhúsbrúninni og út fyrir borðstokkinn)
rétt hjá síldartorfu og gat ég ekki séð, að það hefði
hin minnstu áhrif á síldina. — Ekki virðast skellir mót-
orskipanna heldur hafa nein veruleg áhrif.
En það er þó tvennt sem styggir hana o: fær hana
til að síga niður og það er skrúfuhreyfingin, ef farið er
nærri torfu og skellirnir f vörpuvindunni (spilinu), þegar
verið er að búa það undir starf. Það sögðu þeir mér á
»Skallagrími«, og ég hafði nokkrum sinnum tækifæri til
að sjá að svo myndi vera og sama sá ég svífandi þorsk-
seiðin gera við Aðalvík. En »gamlir þorskar gleyma sér«
og síldin líka, því að við svona atvik jafnar hún sig, 0'
kemur hún brátt upp aftur, eins og þegar hvalir styggja
hana, eins og áður er sagt.
Síldveiðimenn segja, að síldin breiði sig meira út svo
að torfan verði þynnri f logni, en í vindi; þá sé hún
þéttari og dýpri og betra að kasta fyrir hana.
Úr því að ég minntist á styggð sildarinnar, skal ég
bæta við dálitlu, sem ég athugaði um smáufsa inní á
eyrinni: Ufsaseiði (o. fl.) voru í torfu um morguninn