Andvari - 01.01.1931, Page 81
Andvari
Fiskirannsóbnir.
77
árum, og sjávarhitinn á þessum slóðum var all-hár
þetta sumar; ég mældi 11,6° út af Rit 1. ág. og 10°
11. ág. samast.; 10,7° við Stekkeyri 11. ág. og 11,4°
við Prestabugt í Skutulsfirði 20. ág. Þessu hafa menn
ekki tekið eftir fyrri, það ég veit, og enginn vissi áður,
að síld gyti fyrir norðan Kolluál. Áður hefir það sann-
ast, að sumargotsíld hrygndi í Reyðarfirði eða við sunn-
anverða Austfirði (sjá »Ægi« 19. árg., bls. 151) í hlýjum
árum. Má þá líta svo á, að hrygningarsvæði sum-
argotsíldarinnar nái alla leið frá Gerpi,
sunnan megin lands, til Rits, og ef til vill norður
að Straumnesi við Aðalvík, að minnsta kosti í hlýjum
árum, en alla nánari þekkingu á gotstöðvunum innan
svæðisins vantar enn, og eins er lítið kunnugt um tíma-
takmörk hrygningarinnar. í Faxaflóa byrjar hún upp úr
sólstöðunum, og í ísafjarðardjúpi er hún varla úti fyrri
en í ágústlok, eftir því að dæma, hvernig ástatt var um
hana 1929.
Smokkfiskur var all-mikill í ísafjarðardjúpi þetta
sumar, eins og ég hefi þegar getið um hér að framan,
°9 er það ekki nýtt þar né annarsstaðar á Vestfjörðum
nr því kemur fram í ágúst, og fer að dimma nótt og
^velur hann þar 2—3 mánuði. Er hann mikið eftirsóttur til
beitu fyrir þorsk og veiddur mikið, sem kunnugt er, á
sérstaka smokköngla og hirtur, ef hann rekur eða stekkur
a land. Er það all-góð atvinna að veiða hann, því að
fyrir hann var borgað 20—25 a. stykkið eða 20 a. kg.
þetta sumar, og úr íshúsi var hann seldur á 50 a. kg.
^nnars er verðið breytilegt. Smokkur er veiddur víða
1 Djúpinu fyrir Snæfjallaströnd og út með Grænuhlíð
®9 sem dæmi þess, hve mikill smokkaflinn getur verið
® stuttum tíma, má geta þess, að mótorbátur af ísafirði
k°m 19. ág. með 6000 pd. (10 000 stykki) af smokk-