Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 83
Andvari
Fiskiramisóknir.
79
álíka mörg skip úti fyrir Hjörleifshöfða; flest voru þessi
skip þýzk, nokkur ensk.
Við léttum ekki ferðinni, fyrri en austur á móts við
Lónsvík og köstuðum S. af Eystra-Horni, um 15 sjóm.
u* af Hvalsnesi, og vorum þar til og frá uppi á brún
Papagrunns og niðri í Lónsdjúpi, á 60 — 70 fðm., en
aflinn varð fremur lítill og all-ruslkenndur: töluvert af
stórum og smáum karfa og ýsu, strjálingur af steinbít,
ufsa og smálúðu, skrápflúru og fáeinar síldir, en megnið
fcó þorskur (málsfiskur), magur, bæði á hold og lifur
°9 flestir með tóman maga, i einstaka hálfmelt síld,
humar, karfi eða hryggir (niðuiburður frá Englending-
Utt>. sem voru þar fyrir).
Eftir miðnætti héldum við út á Hvalsbakshalla (Hall-
,ttn). en svo er nefnd brekkan af Breiðdalsgrunninu
(Hvalsbaksbanka) niður í úthafsdjúpið, milli Berufjarðar-
óls og Litla-Djúps og komum við þangað um 4-leytið.
^orum við þar svo til og frá í Hallanum á 120 — 150
fðm. og stundum lítið eitt inni á grunninu, á 80-90
fðm. dýpi, til 9. mai, er við urðum að flýja undan NA-
sformi inn í skjólið í Papagrunnsbrúninni, fyrir vestan
álinn og komumst þaðan inn á Gvendarmið, en svo vil
óg nefna hið góða mið (sjá Andv. LII., bls. 50—59)
15 sjóm. ASA af Eystra-Horni (á 65—80 fðm.
dVPi), sem Guðmundi Jónssyni á »Skallagrími* hefir
reYnst svo aflasælt. Nú var þar fremur tregt og yfir-
Qáfum við það eftir IV2 sólarhring og héldum aftur úi
1 Hallann og enduðum í Litla-Djúpi.
Þegar við komum út í Hallann í fyrra skiptið, voru
þsr aðeins 4—5 togarar fyrir, og einn þeirra íslenzkur,
Se,n hélt heim næsta dag (»Andri«), svo við vorum
n*sta sólarhringinn nærri einir um hituna. Drógum við