Andvari - 01.01.1931, Síða 87
Audvari
Fiskirannsóknir.
83
Þessa getgátu mína, að megnið af þessum fiski væri
austfirzkí að uppruna, byggði ég að nokkuru leyti á
bráðabirgða-skoðun á kvörnum úr fiski 1925; þær bentu
á, að margt af fiskinum hefði lifað í köldum sjó 3—4
fyrstu árin og (sbr. skýrslu mína, bls. 59—60) og svo á
því, hve smár hann var eftir aldri. Nú hefir hún fengið
staðfestingu við rannsóknir sem próf. Schmidt gerði ný-
lega á fiski veiddum á Hvalsbaksbanka 1928 (á »SkalIa-
arímic). Schmidt hefir komist að þeirri niðurstöðu, að
þorskur, sem lifir fyrstu æfiár sín í kalda sjónum við
NA- og A-Iand, verður sérstakt kyn (Race), með hærri
fttyssjaliðatölu en þorskur vaxinn upp í hlýrri sjónum
uið S- og V-ströndina,i) og fiskurinn af Hvalsbaks-
ðanka reyndist að hafa sömu hryggjaliðatölu og aust-
iirzkur fiskur, o: vera af austfirzkum uppruna.
Aldursákvörðunargögn þau, sem ég safnaði í þessari
ferð, ásamt gögnum, sem ég safnaði í Grindavík síðast-
fiðna vertíð (sjá síðar), hefir mag. Árni Friðriksson rann-
sakað og komizt að þeirri niðurstöðu, að fiskurinn úr
Hvalsbakshalla er mjög misgamall, en lang-flestur samt
af árganginum 1922, o: 8 vetra í vor er leið og því
fremur smár, af þorski til, en fiskurinn úr Litla-Djúpi
v®ri nærri allur 4—6 vetra (árg. 1924—26) og fullur
helmingur (52°/o) 6 vetra (árg. 1924) og því allur smár.
^etta má allt heita all-fróðleg útkoma af góðri
samvinnu með fiskimönnum og vísindamönnum og slík
samvinna er líkleg til að geta borið góðan ávöxt í fram-
fiðinni.
Um aðra fiska get ég verið fáorður.
i fyrsta skiptið, sem ég var á þessum slóðum var þar
Meddelelser fra Carlsberg Laboraloriet, 18. Bd. Nr. 6,
K|°benhavn 1930, bls. 10, 36 og 52.