Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 88
Fiskirannsóknir.
Andvari
S4
mikil mergð a? ufsa, samfara feikn af augnasíli (Rhoda
inermis); hann var þá mest í uppivöðu á eftir »sílinu«.
Næsta skipti, sem ég var þar, og í þetta sinn var fátt
um hann; það var líka síðar á vorinu, augnasíli og þar
með ufsinn sennilega að mestu genginn hjá. Mest var
af honum á Papagrunni, enda mun hafa verið þar meira
af augnasíli en annarsstaðar, og nýtt eða hálfmelt var
það í flestum ufsamögunum.
f Hallanum og Litla-Djúpi var fátt um ufsa og lítið
um augnasíli í honum. Undantekning var þó mikið af
náttlampa (tfieganydiphanes) og augnasíli, bæði í ufsa
þorski og karfa, mest allt í Hallanum. Þó var um eina
nýjung i fiskafæðu að ræða á þessum slóðum: 11 maí
fann ég maga úr ufsa í Litla-Djúpi, sem var troðinn af
fiski þeim sem ég hef nefnt litla geirsíli (Paralepis
Kröyeri, sbr. Fiskarnir bls. 395). Af þessum fiski voru
aðeins tveir fundnir hér við land, annar rekinn í Vest-
manneyjum 1845,j hinn óvíst hvar og hvenær. Nú fann
ég 23 síli, ekki fullþroskuð þó, í þessum umgetna maga,
og þegar ég hafði einu sinni fundið þau, fann ég þau >
mörgum fiskum, mest í ufsa, sjaldan í þorski, stundum
eitt og eitt, stundum troðna maga, 30—40 í hverjum.
Samtímis því, að þau voru í fiskj, sem veiddist á cSkalla-
grími«, fengust þau líka á »Hannesi ráðherra* (ég fékk
sýnishorn þaðan) og þá er sennilegt, að þau hafi verið
í ufsa, sem veiddist samtímis á öðrum togurum á þessu
svæði.
Litla geirsílið, sem er svipað að stærð og trönusílið,
er all-suðrænn úthafsfiskur, sem hrygnir einhversstaðar
út og suður af Bretlandseyjum, en berst svo ungur
norður í höf, allt norður að landgrunni íslands og virð-
ist, eftir því sem skýrt er frá hér að ofan, vera all-
margur þar á stundum, ef til vill samfara óvenju mikl-