Andvari - 01.01.1931, Síða 89
Andvari
Fiskirannsóknir.
85
um hita í norðurhöfum síðustu árin, (ég hefi ekki orðið
hans var fyrri en þetta). Flest af þessum sílum voru
sum nokkuð, en sum alls ekki melt; sýnir það, að þáu
hafa ekki verið langt sótt, heldur tekin þarna við brún
Hvalsbaksbankans, sennilega miðsævis, úr því að ufsinn
hafði veitt þau mest.
Af því sem sagt var um mergðina af þessu síli í ufs-
anurn, má aetla að feikna mergð af því hafi verið í sjón-
um þarna í þetta sinn, svo mikil, að það hefir orðið
verulegur þáttur í fæðu ufsans, að sínu leyti eins og
spærlingur í þorski lengra vestur með (hans varð ég
heldur ekki var þarna austurfrá í þetta sinn): Annars
sýnir þetta, hve lítið menn þekkja um dýralíf úthafsins,
iafnvel í nánd við byggð lönd, þar sem fiskiveiðar eru
stundaðar af hundruðum skipa.
Þarna varð ég líka var við annan úthafsdjúpfisk: löngu
laxsíld (Scopelus elongatus), sem hingaðtil hefir verið
sjaldséður hér (3 fiskar, sjá Fiskana, bls. 388). Ég fann
3 fullvaxnar og 1 fékkst þar um sama leyti á »Hannesi
ráðherra«. Virðist vera slangur af henni við suðurbrúnir
landgrunnsins, allt vestur í Háfadjúp og Grindavíkur-
djúp (þar sem hún hefir fundist áður), og að hún verði
fiskum töluvert að bráð.
Síld varð dálítið vart við á þessum slóðum, eins
°3 síðast, er ég var þar (1926). Mest bar á henni á
Papagrunni; en hennar varð líka vart í Hallanum.
Flestar voru þær í þorskmögum, bæði millisíld og stór-
s>Id, sumar all-meltar, aðrar nýgleyptar, en nokkurar (5)
fengust í vörpuna (á Papagrunni) og sýndu þar með
þar var síld fyrir, þó að hún hafi líklega verið strjál.
* toaga þeirra flestra var augnasíli, nýtt eða nokkuð
melt, og á eftir því hefir síldin sjálfsagt verið þarna.
Staerðin á stórsíldinni var 34—38 cm. Af 9 síldum, sem