Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 90
86
Fiskirannsóknir.
Andvari
ég athugaði, voru 3 úthrygndar vorgotsíldir og 6 sumar-
gotsíldir, með miklum sviljum og hrognum. Má heita að
hlutfallið milli þessara tveggja síldarkynja hafi verið líkt
og 1926 (skýrsla bls. 68), ef marka má af svona fá um
síldum: ty3 af síldinni vorgotsíld, 2/3 sumargotsíld. Um það
skal ekkert sagt, hvar hin fyrtalda hafi gotið, né hvar
hin síðartalda mundi hafa gotið, en þetta sýnir, að síld
muni árlega vera á ferðinni á þessum slóðum á vorin
(og veturna?), 15—45 sjóm. út frá Iandi, meðan hún er
að ná sér eftir hrygninguna eða búa sig undir hana.
Ég mun minnast betur á síldina við Austurland í
sumar er leið áður en Iýkur og skal því ekki fara fleiri
orðutn um hana að sinni.
Af karfa, var allmikið, og af ýsu töluvert, einkum
á Papagrunni, en ekki er ástæða til að fjölyrða um þau,
nema hvað náttlampi og augnasíli var oft í karfanum.
Lúðu varð dálítið vart við, helzt smálúðu, en fátt af
öðrum flatfiski og öðrum fiski yfirleitt. 2 loðnur feng-
ust einusinni í vörpuna; í mögum fann ég hana aldrei,
svo ekki lítur út fyrir, að margt hafi verið um hana á
þessum slóðum.
Af óæðri botndýrum var yfirleitt fátt, sem hér er
ástæða til að nefna. Innan við Berufjarðarálsmynnið
komumst við einusinni í >kórallaskóginn«, þar sem upp
komu metra-háar hríslur af bleikrauðum skeljungs-kór-
all (Primnoa resedæformis) og ýmsu öðru karfa-lituðu
dóti. Á Papagrunni fengum við stóran leturhumar
(Nephrops) og annan lítinn í Litla-Djúpi, og á Hvals-
baksbanka fæst hann líka, sagði skipstjóri mér. Virðast
austurtakmörk hans hér við land vera þarna, og þaðan
fæst hann vestur og norður með öllu landi, allt að
Djúpál (ísafjarðardjúpi).