Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 91
Anítvari
Fiskirannsóknir.
87
Smáátu við yfirborð varð ég hvergi var við, ekki
sá ég heldur hval, en einn stóran sel sáum við í
Hallanum (45 sjóm. frá landi, gat ekki greint tegund-
ina) og einn æðarblika í Litla-Djúpi. — Nokkurir far-
fuglar sýndu sig Iíka, en af sjófuglum þessar vanalegu
tegundir, fátt af öllum, nema fýl. Hann safnaðist fljótt
að okkur og daginn sem við komum í Hallann voru
beir á að gizka 2 þús. i kringum skipið, og voru mjög
naatlystugir, en þegar skipunum fjölgaði, skiptu þeir sér
á þau. Það sem þeir sóttust mest eftir, var úrgangurinn
frá lifrarbræðslunni, sem hleypt var í sjóinn við og við.
Or því ég minntist á lifrarbræðsluna, þá er vert
að geta þess, að hún er ein af hinum þörfu umbótum,
sem gerðar hafa verið síðustu árin á togurunum. Hún
hefir dregið mikið mikið úr hinum hræðilega lifrarfata-
fjölda, sem áður fyllti allt afturdekk skipanna og gerði
alla umferð um það svo erfiða og gat verið hreinasti
voði í stórsjó, ef þær losnuðu. Hinsvegar er lifrar-
hræðslan fremur ófullkomin og hefir í för með sér, að
“likið fer af óbræddri lifur í sjóinn í hvert skipti, sem
soranum (grútnum) er hleypt út úr bræðslukerunum, til
•oikils tjóns fyrir þá, sem lifrina eiga. Má vera, að þetta
só nokkuð misjafnt á skipunum, eftir því, hve bræðslu-
^aðurinn er natinn og fari ef til vill nokkuð eftir gæð-
lifrarinnar, svo að meira fari forgörðum, þegar Iifrin
er léleg, eins og hún var nú og 1929. Ef vel væri, ætti að
vinna allt lýsið úr lifrinni svona nýrri úr fiskinum.
Af nýjungum á útbúnaði vörpunnar má nefna, að
Uu er farið að brúka >bobbinga« úr holu járni og sívöl
lárnhylki í stað stað strigabelgjanna, til þess að halda
vörpubelgnum á lopti. Frönsku hlerarnir litlu uppi á
slrengjunum eru og all-mikið brúkaðir.