Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 92
88
Fiskirannsóknir.
Andvari
Ég mældi hitann í lopti, yfirborð sjávar og á 5
fðm. dýpi, 6 dagana, sem við vorum á þessum slóðum.
Hann var í lopti 4.0—9,o°, í yfirb. 6,1—7,9° og á 5
fðm. 6,0—7,9°. Vfirborðshitinn í maí er talinn 5—7° að
jafnaði, svo að nú hefir hann verið eitthvað um 1° yfir það.
D. Ferð til Austfjarða og Vestmanneyja.
Eins og ég minntist á hér að framan, fór ég til Aust-
fjarða og Vestmanneyja í sumar leið. Tók ég mér far á
»Goðafossi« til Norðfjarðar 30. júlí, en kom í leiðinni við
á Búðareyri í Reyðarfirði og Eskifirði og gat notað viðstöð-
una á báðum stöðunum, einkum á Eskifirði, þar sem hún
varð meiri hluta dags, til þess að gera ýmsar athuganir
og afla mér upplýsinga. í Neskaupstað dvaldi ég í 9
daga (2.—11. ág.), en var svo óheppinn, að hann skall
óðara á með NA-storm og súld, sem stóð í 4 daga og
gerði bæði fiskveiðar og rannsóknir ómögulegar, en
síðari hluta dvalarinnar batnaði veðrið og urðu góð
aflabrögð og nóg til að athuga.
Að morgni 11. ág. fékk ég fyrir góðvild skipstjórans,
Asgeirs Jónassonar, far með »Selfossi« frá Norðfirði til
Vestmanneyja og] varð svo heppinn, að skipið kom við
á Búðareyri og stóð þar við frá hádegi til kvelds og
fékk því tíma til að skoða afla (þorsk og síld), sem þá
var nýkominn á land og fá upplýsingar, sem ég gat
ekki fengið í austurleiðinni. Skipið kom lika við á Búð-
um í Fáskrúðsfirði, en þá var komin nótt, svo að ég
gat ekki notað viðstöðuna til rannsókna. Þaðan var svo
haldið viðstöðulaust til Vestmanneyja.
1. Aðal-erindi mitt til Austfjarða var að athuga síld,
sem þá var farin að veiðast þar í öllum fjörðum milli
Berufjarðar og Seyðisfjarðar, að þeim báðum meðtöld-